Ég hef undrast það undanfarnar vikur hversu mjög kjaftaglaðir Sjálfstæðismenn eru um eiginlega allt nema eigin stjórnsýslu og flokk. Jafnvel svo að þeir eru áminntir í umræðuþáttum um að þeim hafi verið boðið til að ræða stefnu Sjálfstæðisflokkins en ekki hvað þeim finnst athugavert við aðra. Eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í ræðu sinni í dag þá erum við Samfylkingarmenn ekki neitt þagnarbandalag og þorum að ræða málin. Hvers vegna má til dæmis ekki ræða málefni Evrópusambandsins í alvöru? Við hvað eru menn hræddir? Að umræðan ein verði til þess að Ísland verður aðili að Evrópusambandinu? Við skiljum þjóðina eftir ómeðvitaða um kosti og galla með því að vera í þagnarbandalagi um hvaða þýðingu Evrópusambandsaðild hefur. Ég man eftir því þegar ég skoðaði bókasafn Öxarfjarðar á Snartastöðum við Kópasker hversu ég undraðist aldargamalt lesefni um samfélagsmál á ótrúlegustu tungumálum. Hvað varðar Evrópusambandið þá óttast ég meira en allt annað hversu fáfróð við erum um hvað innganga í sambandið þýðir. Ég vildi þúsund sinnum frekar vera í sporum Norðmanna sem hafa lokið sinni heimavinnu, fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu og synjuðu aðild, en í sporum okkar Íslendingasem í rauninni ekkert vitum. Það er eins og þjóðinni sé haldið í einangrun með þagnarbandalagi um Evrópusambandið. Meðan svo er veit þjóðin ekki hvort hún vill eða vill ekki, umræðan snýr um hvort málið skuli rætt eða ekki.
Sigh, stundum finnst mér að við höfum farið svo langt aftur þrátt fyrir upplýsingatækniöldina að við vitum minna en nokkru sinni fyrr.
Álit (4)
Hundrað prósent sammála þér. Svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið upp sama sið og sumir sértrúarsöfnuðir. Það má ekki ræða annað en það sem safnaðarhirðarnir trúa á eða er sagt að trúa á. Enhvernveginn held ég að það sé yfirforsætisráðherrann í Seðlabankanum sem stjórnar hinum hálfnorska Haarde.
Svona eins og Baldur stjórnaði Konna.
Þetta er að ala undir fáfræðina í stað þess að tortíma henni.
Verulega glæsilegar myndir á hægri kantinum.
Sunnudagur 28. janúar 2007 kl. 21:08
"Snartarstöðum" (Snörtur landnámsmaður)
bara svo að það sé á hreinu!
Sunnudagur 28. janúar 2007 kl. 21:18
Sæl Lára er sammála þér, þetta virðist vera svona á yfirborðinu en auðvitað eru þeir að tala um þetta sín á milli í lokuðum herbergjum. Þar er ekki spurning um hvort við göngum í ESB heldur bara hvenær, Ég held að það sjái hver heilvita maður ef norðmenn ganga úr ess skaptinu er ekki nema einn leikur í stöðunni. En á meðan ess heldur erum við í nokkuð góðum málum og liggur svo sem ekkert á. Ess jafngildir næstum aðild auk þess sem ESS ríkin geta gengið í ESB á tíföldum hraða miðað önnur ríki þannig að það er alveg óþarfi að missa sig út af þessu. Spái því að Ísland verði komið í ESB innan 10 ára. lottar myndir hjá þér.
Sunnudagur 28. janúar 2007 kl. 22:04
Takk Kristbjörg!!!
Víðir, vandinn okkar er ekki sá að geta ekki gengið inn hratt ef við viljum. Stóri vandinn er sá að við höfum ekki gert okkur grein fyrir eigin samningsmarkmiðum ef til þess skyldi koma. Þar greinir okkur frá Norðmönnum og það er það sem ég óttast.
Mánudagur 29. janúar 2007 kl. 01:42
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri