Ég las í morgun um neyslubindindi sem fólk í henni Ameríku hafði farið í. Það kaupir ekkert nema nauðsynjar s.s. mat og þau föt sem nauðsynlegt er að eiga. Nú er áreiðanlega afstætt hvernig fólk skilgreinir nauðsynjar sínar en þetta vakti mig til umhugsunar. Ég kaupi ónauðsynlega hluti og fyrir vikið á ég stundum ekki fyrir því sem mig langar að gera - sem svo gæti líka verið ónauðsynlegt. Einhverra hluta vegna erum við Íslendingar ekki alveg nógu meðvitaðir neytendur og ég þar með talin þó ég sé félagi í Neytendasamtökunum þá er það ekki nóg.
« Lýðræði í Hafnarfirði | Aðalsíða | Akureyringar vilja verða iðnaðarmenn »
Fimmtudagur 25. janúar 2007
Álit (1)
Nauðsyn og ekki nauðsyn er kannski frekar spurningunni frekar en að sleppa öllu ónauðsynlegu það er alveg rétt hjá þér.
Aðalvandamálið virðist mér vera að greina á milli þessara tveggja flokka og forgangsröðun.
Svo hjálpar ekki til að margir virðast setjast einu sinni á ári niður með launaseðlana sína og spyrja sig hvort þessar X milljónir af launum fóru þetta árið (oftast í tengslum við skattframtalið). Ef maður veit ekki í hvað maður er að eyða peningum er ómögulegt að taka á eyðslunni af einhverri skynsemi.
Sjálfur á ég mjög smásmugulegt heimilisbókhald frá sept 1999 ;) það er eitthvert besta tæki sem ég hef fundið til að hafa stjórn á fjármálunum mínum.
Föstudagur 26. janúar 2007 kl. 10:29
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri