Ég fékk skelfingarhroll þegar ég las grein í Fréttablaðinu í gær um að ótryggt netsamband kostaði okkur sjö milljarða. Ég hef áhyggjur af því að margir skilji ekki hvað "ótryggt netsamband" þýðir. Þar sem gríðarlega mörg íslensk fyrirtæki flytja út vörur og þjónustu um Netið má líkja þessu við að senda skip eða flugvél af stað með farm en vera óviss um hvort hann nái á áfangastað. Sá sem selur t.d. fisk veit vel að hann þarf að standa við gerða samninga við kaupendur og sá sem selur hugbúnað eða aðra þjónustu um netið getur ekki unnið frá Íslandi geti hann ekki vegna ótryggs sambands skilað sinni vöru eða þjónustu á réttum tíma. Síðan eru aðrir þættir sem tengjast samskiptum, t.d. skoðun á vefsíðum sem kynna vörur, þær þurfa þá að vera staðsettar annarsstaðar í veröldinni, og svo framvegis. Við erum vel menntuð þjóð sem hefur haslað sér völl í þeirri atvinnugrein sem kallast upplýsingatækni og það er skelfilegt ef við síðan hrekjum okkar fólk úr landi með ótryggu sambandi eða slöku starfsumhverfi. Hér þarf að bregðast hratt við og horfa fram í tímann, samgöngur um Netið þurfa að vera jafn öruggar og samgöngur á sjó og landi.
« Fjölnota íþróttahús í Hrísey | Aðalsíða | Dansleikur og skírn »
Sunnudagur 7. janúar 2007
Álit (4)
Alvarlegast er að sá strengur sem bilaði er aðal tenging háskóla landsins við umheimin. Þeim var tilkynnt í bréfi að samband viðkomandi skóla við umheiminn yrði ekkert næstu 3 vikur a.m.k. Annað: Það er mynd af skóflu og mannsfæti á síðunni. Er þetta blátáin á fráfarandi bæjarstjóra Akureyringa? kv gb
Mánudagur 8. janúar 2007 kl. 09:50
Þrjár vikur!!! Það er eins og að segja að það séu engar vegasamgöngur við skólann í þrjár vikur. Hvernig getur svonalagað gengiðÐ
Já þetta eru velpússaðir skór Kristjáns fráfarandi á gullskóflunni. Greinilegt að menn verða að vera duglegir að pússa skóna sína þegar þeir eru að taka skóflustungur;-)
Mánudagur 8. janúar 2007 kl. 10:41
Þessi tala kemur mér lítt á óvart, einkum í ljósi þess hve tíðar bilanir eru í CANTAT-3. Meðal annars vegna rottugangs í Skotlandi, sem er að sjálfsögðu hreinasta firra.
Fyrstu umræður um lagningu ný sæstrengs voru mér einnig vonbrigði. Þar var fyrst og fremst rætt um lagningu strengs samhliða FARICE-1, í stað nýrrar leiðar til Ameríku. Við höfum þegar nýlega og trausta línu til Evrópu, á meðan Ameríkutengslin bila í sífellu.
Miðvikudagur 10. janúar 2007 kl. 01:23
Að sjálfsögðu átti rottugangurinn við um FARICE-1 en ekki CANTAT-3. Þetta fær maður fyrir vökunæturnar. ;)
Miðvikudagur 10. janúar 2007 kl. 11:35
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri