Nýráðinn bæjarstjóri í Árborg Ragnheiður Hergeirsdóttir Samfylkingarmaður sýndi virkilega hvað í henni býr þegar hún gerir öllu hagkvæmari ráðningarsamning við sveitarfélagið sitt heldur en Sjálfstæðismaðurinn sem áður sat. Græðgin sem hefur verið talin með dauðasyndunum hefur að því er mér virðist nánast verið talin dyggð í seinni tíð. Það sem menn geta náð til sín það taka þeir og sumir þiggja biðlaun þó þeir séu áfram í vinnu - bara af því þeir geta það - aðrir hirða til sín stuðning sem þeir þurfa ekki á að halda. Það er því gleðiefni að sjá að sumir eru yfir þetta hafnir og ég er stolt af Ragnheiði flokkssystur minni af þessu tilefni.
« Dansleikur og skírn | Aðalsíða | Snjógerð í Hlíðarfjalli »
Þriðjudagur 9. janúar 2007
Álit (2)
Þetta er gleðiefni. Það er rétt..græðgi og eiginhagsmunir hafa verið áberandi upp á síðkastið. Allt of margir horfa á eigið skinn og huga lítt að siðfræði og góðum gildum. Allt of margir túlka samninga sér og sínum hagmunum til góða. Nú reynir á hvort fleiri bæjarstjórar og fráfarandi bæjarstjórar meti siðfræðigildi á sama hátt.
Miðvikudagur 10. janúar 2007 kl. 08:58
Áfram með hálfkveðnar vísur: Sagt er að sumir sem hætta sem bæjastjórar en hætti ekki afskiptum af bæjarstjórnun HÆKKI í launum? Getur verið að þetta sé satt? kv gb
Miðvikudagur 10. janúar 2007 kl. 10:38
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri