Ég hef alltaf undrast af hverju tennurnar í okkur eru nánast algerlega utan heilbrigðiskerfisins. Er það vegna þess að það sé allt í lagi að hafa engar tennur? Varla, því er það óskiljanlegt og einhver gömul afturhaldssöm venja sem í rauninni er að koma í veg fyrir að við höfum heilbrigðisþjónustu fyrir allan líkamann.
Það er ekkert flókið að sinna heilbrigðisþjónustu á tönnum án þess að það taki til sérstakra fegrunaraðgerða. Slíkt er nokkuð einfalt með aðra líkamsparta þannig að slíkt eru ekki rök.
Í dag fá fjölmörg börn ekki tannlæknaþjónustu því foreldrar þeirra hafa ekki efni á því og í raun á hið sama við um marga fullorðna. Ég held að okkur væri sómi í því að auka jöfnuð manna með því að láta heilbrigðiskerfið taka þátt í að tryggja heilbrigði alls líkamans og sleppa ekki tönnunum.
Álit (3)
Er þetta raunin? Þegar ég var í grunnskóla (fyrir rúmum 13 árum síðan) þá voru árlegar ferðir með krakkana í skólanum til tannlæknanna á Húsavík, þar sem krakkarnir voru í burtu heilan dag á meðan gengið var á röðina og þau skoðuð og lagfærð. Svipað fyrirkomulag var þegar ég kenndi við Borgarhólsskóla (fyrir þremur árum), nema að ekki þurfti rútur til heldur voru krakkarnir sendir labbandi til tannsa. Án þess að hafa skoðað fjárhagshliðina á því, þá reiknaði ég með því að þarna tæki ríkið þátt í kostnaðinum eða borgaði alveg brúsann fyrir börn yngri en 16 ára. Var það algjör misskilningur hjá mér?
Laugardagur 17. febrúar 2007 kl. 11:05
já, hvernig er þessu háttað?
Í grunnskólanum mínum var þetta eins og Valdís lýsir, tannlæknirinn kom reyndar og tók undir sig heila stofu, en það eru þónokkur ár síðan.
Fá ekki foreldrar endurgreitt hjá TR allavega 80% af tannlæknakostnaði hjá börnum undir 16 ára (eða 18 ára)
Annars fékk tveggja ára sonur minn boðskort frá skólatannlækninum í hverfinu hérna í Danmörku rétt eftir að við fluttum sl. haust.
Sú heimsókn var bara rétt til þess að sýna barninu hvað tannlæknirinn gerði og ef vel gengi þá fengi hún að telja tennurnar. Syni mínum leist svo vel á tannsa að hann gapti fyrir hana alveg um leið og hún bað hann um það :)
Svo fengum við leiðbeiningar um það hvernig væri best að bursta, hvaða áhrif snuðið væri að hafa og vorum svo leyst út með gjöfum, tannbursta að sjálfsögðu!
Stórskemmtileg heimsókn og frábært veganesti út í lífið.
Annars er ágætt í þessu sambandi að benda á stórgóða síðu Tannlæknafélags Íslands: www.tannsi.is
Laugardagur 17. febrúar 2007 kl. 15:31
Jú rétt er það grunnskólabörn fá ákveðna þjónustu en um leið og það þarf að gera eitthvað meira en að gera við holur þá þurfa foreldrar að borga. Hinsvegar þegar fólk eldist þá er ekkert að fá. Ég hefði mátt vera skýrari í þessu.
Sunnudagur 18. febrúar 2007 kl. 15:58
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri