Einbreiðar brýr auka töluvert slysahættu á þjóðvegum sérstaklega þjóðvegi eitt og fjölförnum leiðum. Með því að leggja ræsi eða smíða tvöfaldar brýr mætti auka öryggi á þjóðvegum til muna. Sem betur fer er verið að ráðast í lagfæringar í Norðurárdal í Skagafirði og unnið að lagfæringum víða annarsstaðar en skv. grein í Austurglugganum eru 239 einbreiðar brýr í Norðausturkjördæmi og þar af eru 83 á Fljótsdalshéraði.
Ljóst er að ræða þarf samgöngur á vegum og taka ábyrgð á þeim raunveruleika sem felst í því að vöruflutningar fara nú að mestu fram á landi. Þó vonandi strandsiglingar létti á vegunum þá stendur það eftir sem áður að umferð hefur aukist töluvert og því er álagið á tiltölulega mjóa vegi og einbreiðar brýr talsvert meira.
Skv. Austurglugganum urðu 122 slys við einbreiðar brýr á landinu öllu en einungis 2 á Fljótsdalshéraði. Gera má ráð fyrir að hættan þar hafi aukist með gríðarlegum umsvifum á Austurlandi. Það er því um að gera að leita leiða til þess að bæta þessi mál.
Álit (2)
einbreiðar brýr er eitt - langir kaflar af einbreiðu slitlagi eins og fyrirfinnast á Ströndunum er beinlínis stórhættulegt, enda búið að afleggja Strandsiglingar og því mætir maður reglulega 18 hjóla trukkum á leið með aflann milli landshluta.
Sunnudagur 11. febrúar 2007 kl. 20:55
Já ég er sammála þér Helga Vala, menn reyndu að leggja lengri leiðir með því að hafa veginn mjórri en það er auðvitað afar hættulegt sérstaklega eftir að landflutningar urðu svona miklir eins og raunin er.
Sunnudagur 11. febrúar 2007 kl. 22:05
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri