Ég er nú í Seyðisfirði og veðrið svosem bara íslenskt vetrarveður hér en á Fjarðarheiðinni er blindbylur og því verður fróðlegt að sjá hvernig okkur gengur yfir heiðina. Hér höfum við farið í leikskólann, grunnskólann, á bæjarskrifstofuna og á sjúkrahúsið. Auðvitað heimsóttum við Samkaup og fórum í SR.
Hér er aðalbaráttumál heimamanna að fá samgöngur þ.e. göng sem gera þeim kleift að samnýta þjónustu, komast milli staða en ekki síst að auka öryggi þegar farið er milli staða. Í morgun voru konur á leið í sónar í vandræðum á heiðinni, nemendur komast ekki skólann í Menntaskólanum á Egilsstöðum og við hittum fólk sem ekki komst í vinnuna.
Síðast en ekki síst situr einn þingmaður í óveðrinu og hefur horft á sömu vegastikuna í allan morgun.
En hér í Seyðisfirði er gott að vera, móttökur allar frábærar, vel sóttur fundur í gærkvöldi og mikill hugur í okkar fólki. Það er gott að vera Samfylkingarmaður í Seyðisfirði.
Álit (12)
Takk fyrir komuna á Seyðisfjörð, það var okkur sönn ánægja að taka á móti ykkur. Ég hefði samt viljað hafa meiri tíma með ykkur og fara með ykkur á fleiri vinnustaði. þetta var samt frábært , þið komið bara aftur og þá förum við á fleiri vinnustaði. Ég vona að heimferðin hafi gengið stórslysalaust eftir að þið komust yfir Fjarðarheiði en hún getur ansi oft verið erfið viðureignar. Vonandi komust Einar og Kristján í flug og fyrirspurnir á þingi í tæka tíð og þú heil heim.
Miðvikudagur 21. febrúar 2007 kl. 18:50
Af hverju að horfa á sömu stikuna heilan morgun? er ekki miklu sniðugra að reyna að leita að þeirri næstu ;)?
Miðvikudagur 21. febrúar 2007 kl. 19:06
Hvað er að heyra...þetta líkist nokkuð Geir nokkrum Haarde en hann er nú rúmlega þingmaður að mig minnir. Hann hefur setið og horft á sömu stikuna í 12 ár og skortir áræði að hreyfa sig að þeirri næstu. Þetta var ljótt af mér...það er má ekki leiðum líkjast.
Miðvikudagur 21. febrúar 2007 kl. 21:35
Takk fyrir skemmtilegt innslag og hlý orð í garð okkar Seyðfirðinga.
Mig langar til að skjóta því hér að ég hef heyrt þá mótbáru við hugmyndina um Kjalveg að þetta sé hálendisvegur og algert veðravíti á vetrum.
Hvernig í ósköpunum getur sama fólk ekki haft skilning á því að eitthvað þurfi að gera í sambandi við Fjarðarheiði.
Þegar bæjarstjórn hér spyr vegagerðina af hverju svipaðar ráðstafanir séu ekki gerðar varðandi Fjarðaheiði og Víkurskarð og Oddskarð, er svarið að Vegagerðin hefur aldrei beðið um fjárframlag í það!
Þetta er svona eitt dæmið um sinnuleysi stofnana sem eiga að sinna okkar landsvæði.
Miðvikudagur 21. febrúar 2007 kl. 21:51
Takk fyrir skemmtilegt innslag og hlý orð í garð okkar Seyðfirðinga.
Mig langar til að skjóta því hér að ég hef heyrt þá mótbáru við hugmyndina um Kjalveg að þetta sé hálendisvegur og algert veðravíti á vetrum.
Enda vindhraði oft svipaður og á Fjarðarheiði, en úrkomumagn sennilga margfalt minna.
Miðvikudagur 21. febrúar 2007 kl. 21:52
Ég verð nú að segja Jón Ingi og Tryggvi að það mætti halda að þið hefðuð aldrei séð óveður. Ef maður sér bara eina vegastiku - og aðeins eina en ekkert annað þá hefur maður vit á því að bíða þar til hægt er að hreyfa sig;-)
Allavega er miklum mun auðveldara að skilja þörf fyrir samgöngubætur við Seyðisfjörð eftir að hafa reynt þetta á eigin skinni.
Það er mjög skrýtið að vera staddur út á vegi og sjá ekki einusinni allt húddið á bílnum sem var það sem við Kristján Möller upplifðum þegar við fórum yfir en þó hafði veðrið gengið þónokkuð niður þá. Enda biðum við það af okkur og þá var hægt að halda áfram. Leiðin yfir Möðrudalsöræfin gekk hinsvegar vel hjá okkur Einari Má eftir að við höfðum öll hitt bæjarstjórann á Fljótsdalshéraði og ég fór í heimsókn í Menntaskólann.
Þetta var allt hið mesta ævintýri en eftir situr hlýja og ánægja með heimsóknina í Seyðisfjörð. Ég var mjög hrifin af frumkvöðlastarfi m.a. vél sem þvær tanka og rými í skipum ásamt því að fá góða bók Ferðin til Norðurheima eftir Sigríði Þorgeirsdóttur sem ég hlakka mjög til að lesa. Með þeim hannaði hún spáspil sem eru ótrúlega fallega teiknuð og mikil speki á þeim. Er það ósk mín að þau spil verði einhverntíman framleidd.
Miðvikudagur 21. febrúar 2007 kl. 22:18
Jón Halldór: Það er undarlegt svar að bara Vegagerðin geti beðið um fjármagn í samgöngur. Ef slík fullyrðing ætti við um samgöngur almennt ættu samgönguráðherrar að hætta að halda því fram að þeir hafi eitthvað með samgöngur að gera heldur þakka Vegagerðinni hverju sinni og þá ætti Vegamálastjóri auðvitað að klippa á alla borðana;-)
Miðvikudagur 21. febrúar 2007 kl. 22:20
Hetjur á heiði.
Sendi hlýjar kveðjur hér á Akureyrarlænunni.
Veit að ég kem svo með góða veðrið fljótlega.
Heyrumst og sjáumst ÖLL!
gb
Miðvikudagur 21. febrúar 2007 kl. 22:36
Ég er nú ekki orðinn það mikill óvinur lands og byggðar af því að búa í þessi 8 ár í Rvk að ég hafi aldrei lent í óveðri ;) Sennilega fengið þau fleiri bara á síðustu tveimur árum en nógru sinni fyrr.
En þetta er auðvitað fyrirtaksdæmi um ástandið á fínum fjallvegi hvaða nafni sem hann s.s. nefnist ;) Gott að allir komust samt heilir á endanum til síns heima.
Fimmtudagur 22. febrúar 2007 kl. 09:03
O jú..nokkuð kannast maður við óveður frá björgunarsveitarárunum þegar maður var oft á heiðum að lóðsa niður þá sem strönduðu. Öxnadalsheiðin er mér sérstaklega kær í þessu sambandi.
Fimmtudagur 22. febrúar 2007 kl. 15:34
O jú..nokkuð kannast maður við óveður frá björgunarsveitarárunum þegar maður var oft á heiðum að lóðsa niður þá sem strönduðu. Öxnadalsheiðin er mér sérstaklega kær í þessu sambandi.
Fimmtudagur 22. febrúar 2007 kl. 15:35
ég hélt niðri í mér andanum alla leiðina yfir Fjarðarheiði þegar við áttum stefnumót við Norrænu í ágúst sl. Aldrei hef ég lent í annarri eins umferð á jafn mjóum og bröttum fjallvegi eins og þarna.
En þar var fallegt, því er ekki að neita.
Sunnudagur 25. febrúar 2007 kl. 14:39
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri