Í mínum huga skiptir fátt meira máli í íslensku samfélagi en jöfnuður. Jöfnuður milli kynjanna, ríkra og fátækra, aldraðra og yngri, karla og kvenna, höfuðborgar og dreifbýlis, heilbrigðra og öryrkja eða sjúkra. Þetta hefur mér fundist einkenna hug Íslendinga til samfélagsins þeir vilja búa stoltir í landi þar sem þeir eru stoltir af löndum sínum - þó þeir séu ekki gríðarlega margir. Við erum stolt þjóð og lítum ekki á okkur sem eftirbáta annarra þó þeir búi í stærri löndum enda get ég ekki séð hvernig það geri mann merkilegri að hann búi í 10 milljón manna stórborg en norður á Melrakkasléttu. Mannvera er mannvera.
Þetta er grunnur þess að ég er í Samfylkingunni, það er flokkur jafnaðarmanna sem berjast fyrir jöfnuði í landinu. Við viljum ekki að landar okkar þurfi að þjást að óþörfu þegar við vitum að við höfum það mikið fé handa á milli að það er hægt að bjóða öllum Íslendingum upp á mannsæmandi líf.
Ég trúi því að jöfnuður í víðum skilningi sé það sem við þurfum fyrst og fremst að berjast fyrir.
Álit (1)
Þetta er mikil og göfug hugsjón vinkona, gæti ekki verið meira sammála þér. Það er mikið verk að brúa það mikla gil sem mér finnst vera orðið í íslensku samfélagi milli þeirra sem eiga og eiga ekki, mér verður stundum brugðið þegar ég verð vitni að næstum örvæntingu sumra. Það liggur fyrir þér mikið verk og ég efast ekki um að það haldi neitt aftur af þér við það, áfram bara :)
Miðvikudagur 7. febrúar 2007 kl. 15:28
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri