« Einbreiðar brýr | Aðalsíða | Ískristallar og betri tíð »

Laugardagur 10. febrúar 2007

Leitin að gjöreyðingarvopnum

Þessi frétt í AlJazeera minnir óneitanlega á aðdraganda innrásarinnar í Írak. Stirðleiki virðist kominn í samskipti Íran og IAEA (Alþjóðakjarnorkustofnunin) þar sem Íranar segjast vera að nota kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi, þ.e. til orkuöflunar og þvíumlíks en leyfa á sama tíma fulltrúum IAEA að fullvissa sig um það. Ólíkt t.d. Ísrael hafa Íranir skrifað undir samning um þróun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi skv. þessari frétt. Hér er fjallað um sama efni á vefsíðu IAEA.

Nú er verið að draga úr samstarfsverkefnum og stuðningi án þess að það virðist hafa önnur áhrif en að auka stirðleika í samskiptum Íran við þjóðir heims.

Nú má ekki skilja mig sem svo að ég sé sérstakur aðdáandi Íran enda skilningur minn á því landi ekki mikill fremur en Írak í upphafi innrásar þangað sem við Íslendingar vorum aðilar að. En spurningin er hvort það sé forsvaranlegt að bæta enn einu Arabalandinu við kippu vandamála þar sem lönd frá öðru menningarsvæði ætla að "kippa í liðinn" ástandi sem þeir bera að því er virðist ekki mikið skynbragð á. Sagan frá Afganistan og Írak ætti að segja mönnum að fara varlega og svo má minna á að menn eru ekki enn farnir að finna gjöreyðingarvopn í Írak sem þeir voru handvissir um að finna.

Auðvitað þurfa Íranir að standa við gerða samninga og leyfa eftirlit en spurningin er hvenær eftirlit verður svo íþyngjandi að menn fara að spyrna við fótum. Er eftirlitið jafn mikið hvar sem er eða bera menn mismunandi traust til þjóða og er það þá byggt á staðreyndum eða tilfinningu.

Þessi pistill er bara vangaveltur til þess að átta sig á yfirgripsmiklu máli sem þessu þarf að setja sig miklu meira inn í málin en ég hef tök á að sinni en það ferli sem nú er í gangi minnir óneitanlega á aðdraganda innrásarinnar í Írak.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.