« Nýsköpun í atvinnulífinu | Aðalsíða | Vinir Akureyrarvallar »

Miðvikudagur 14. febrúar 2007

Lífeyri fyrir framfærslu

Við höfum horft upp á það allt of lengi að lífeyrir eldra fólks dugar ekki til framfærslu þeirra sem þurfa að reiða sig á hann. Auðvitað er til eldra fólk sem hefur úr nægu að bíta og brenna en flestir þurfa að reiða sig á lífeyrinn.

Við sem eigum dálítið eftir af starfsaldrinum teljum að lífeyririnn sem við erum að safna muni duga fyrir okkur þegar við erum eldri. En þegar rýnt er í gögnin þá er það ekki endilega þannig.

Alloft hefur okkur verið sagt að í landinu sem við byggjum hafi fólk okkur eldra lagt hönd á plóginn til þess að við, sem erum á vinnualdri, getum notið þess sem það gerði. Þetta er rétt og grundvallaratriði en það er líka mikilvægt að muna að við viljum að allir Íslendingar geti lifað með reisn mannsæmandi lífi. Okkur er ekki til sóma að hluti þjóðarinnar geti ekki séð sér farboða og búi við að geta ekki séð fyrir sér.

Mannsæmandi líf á Íslandi snýr að mannsæmandi lífi fyrir alla, alltaf.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.