Suma daga er einfaldlega talsvert að gera og dagurinn í dag var þannig. Ég fór fyrst á stórkostlegt námskeið um Mind manager hjá Elínu Þorsteinsdóttur frá Verkefnalausnum. Hún keyrði námskeiðið áfram af miklum krafti og sjaldan hefur tíminn nýst eins vel við það að fara á námskeið. MindManager er hreinlega stórkostlegt tól til svo margra hluta og ég náði alls ekki að fikta mig nóg þar í gegn. Ég er afar ánægð með samstarfið við þær stöllur hjá Verkefnalausnum og hlakka til að fá þær aftur norður.
Eftir hádegið datt ég inn í kennslu eldri borgara í forföllum kennarans og það var frábært, mikið sem nemendur voru áhugasamir og duglegir við oft óstýrilátar tölvurnar.
Þar á eftir kosningastjórnarfundur, grípa í sig samloku og kenna um stafrænar myndavélar til níu. Núna ætla ég á fund Ungra jafnaðarmanna sem hafa verið einstaklega duglegir að skipuleggja ungliðadag og fengu í lið með sér þingmenn kjördæmisins ásamt þingmönnunum Katrínu Júlíusdóttur, Björgvin G. Sigurðssyni og Ágústi Ólafi Ágústssyni varaformanni flokksins. Við erum ótrúlega lánsöm með ungliðana okkar, kraftmikið og duglegt fólk!
Álit (1)
Við erum auðvitað unaður út í gegn... annars frábær fundur og gaman að sjá hversu vel var mætt. KLM og þú stóðuð ykkur eins og hetjur! Með þessu áframhaldi erum við að horfa uppá hreinan meirihluta í ríkisstjórn ;)
Föstudagur 2. febrúar 2007 kl. 02:46
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri