« "Íslendingar sæki ekki um" | Aðalsíða | Trjáránið mikla! »

Sunnudagur 18. febrúar 2007

Notalegt á Narfastöðum

Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi vorum á Narfastöðum í Reykjadal um helgina og þar var virkilega notalegt að vera, maturinn frábær og þjónustan einstök og persónuleg. Farið var yfir komandi kosningabaráttu, þeir sem ekki höfðu hist áður kynntust og eldri vinabönd styrkt. Það var mikið sungið, óteljandi skemmtisögur og endað í heitum potti langt fram undir morgun. Þar var hátindurinn Helga félagi okkar sem bar í okkur heimabakað rúgbrauð með alskyns áleggi í pottinn og voru menn orðnir svo sólgnir í þetta góða brauð að í náttkyrrðinni hljómaði nokkrum sinnum "við viljum rúgbrauð" ekkert fransbrauð þar;-)

Norðurljósin dönsuðu um himininn og Reykjadalurinn, þar sem ég var í skóla á Laugum fyrir allmörgum árum, skartaði sínu fegursta.

Það besta við pólitíkina eru traustir félagar og síðan enn betra þegar þeir eru svona dásamlega skemmtilegir eins og raun ber vitni. Síðan er úthaldið ekki verra því síðustu pólitísku umræðurnar hjöðnuðu rúmlega sex í morgun;-)

kl. |Pólitík

Álit (3)

Já þetta var sko fínn tími á Narfastöðum og vonandi eiga þeir sem fóru snemma heim eftir að sjá eftir því LENGI, því að þeir misstu af miklu. Snilldar myndir sem þú náðir þarna í stjörnubjartri kyrrðinni með dansandi norðurljósum og dulrænni Láru.

Takk fyrir mig

Mánudagur 19. febrúar 2007 kl. 21:04

Ekki spurning, á banabeðinu munu þetta vera lokaorðin "Ég vildi að ég hefði verið lengur á Narfastöðum í febrúar 2007";-)

Takk fyrir hólið um myndirnar, mér þykir vænt um það!

Mánudagur 19. febrúar 2007 kl. 23:19

Elma:

Hlakka til að fá ykkur frambjóðendurna austar í kjördæminu. Vonandi verða norðurljósin okkur þá hliðholl.

Þriðjudagur 20. febrúar 2007 kl. 11:12

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.