Í kvöld flaug ég suður til að fara á fund frambjóðenda Samfylkingarinnar í Kríunesi við Elliðavatn sem er ótrúlega flottur staður. Það er eins og maður sé allt í einu kominn til Mexíkó og staðurinn ótrúlega notalegur. Við Guðný Hrund sem er 4. maður á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi ákváðum að gista á þessum notalega stað. Hér er maður baðaður samstöðu, samhygð og kraftmiklu fólki sem er ótrúlega verðmætt í annasömu starfi í pólitík. Hér verðum við að vinna á morgun til undirbúnings kosningabaráttunnar sem ég hlakka heilmikið til. Það er fátt meira gefandi en að setjast niður með kraftmiklu fólki og velta fyrir sér hvernig megi bæta lífið og tilveruna.
Álit (2)
Já, get alveg mælt með Kríunesi, hef nefnilega gist þar með hund, og það var ekkert mál. Bara frábært.
Laugardagur 3. febrúar 2007 kl. 00:52
oj... ég er hrikalega abbó. Mig langar mikið að vera þarna. En ég tók þá ákvörðun að fara á Stútúng, þorrablótið á Flateyri, það þýðir ekkert að láta Einar Odd vera einan um atkvæðin þar. Góða skemmtun í frambjóðendafjörinu. Örugglega hrikalega gaman.
Laugardagur 3. febrúar 2007 kl. 17:02
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri