« Notalegt á Narfastöðum | Aðalsíða | Á leið til Seyðisfjarðar »

Mánudagur 19. febrúar 2007

Trjáránið mikla!

Fáa hefði órað fyrir því að vatnslögn Kópavogs yrði annað eins mál og það virðist vera. Síðasta uppgötvun á trjám á verktakasvæði í Hafnarfirði eiginlega kórónar þetta allt saman. Ég fellst á að það er harla undarlegt að aka trjám til Hafnarfjarðar ef það á að planta þeim aftur í Heiðmörk og einnig er það ekki síður undarlegt að hluta trjánna vantar. Hvar skyldu þau koma næst í ljós?

Eftir stendur sú staðreynd að menn þurfa að huga vel að því ferli sem verður þegar einhverra hluta vegna þarf að rýma svæði sem hefur verið tekið undir skógrækt. Inn í þetta fléttast auðvitað margir hlutir en þar sem ég hef verið við að planta trjám í Heiðmörk þá veit ég að þetta svæði skiptir marga gríðarlegu máli og er ægifagurt. Ég fór síðast í haust um Heiðmörkina að mynda og það kom mér á óvart hversu há trén voru orðin og hversu gríðarleg vinnahefur farið í að prýða svæðið. Velti fyrir mér hvort það yrði látið ósnortið eða hvort þensla höfuðborgarsvæðisins muni að lokum þrengja að þessu fagra útivistarsvæði.

Ég held að það sé mikilvægt fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að gera það alvarlega upp við sig hvernig þeir vilja fara með náttúruna í nánasta umhverfi borgarinnar. Byggðin er farin að ná nánast upp að Krýsuvík, upp að Elliðavatni og teygir sig upp dali og út að sjó. Gjárnar í Hafnarfjarðarhrauninu eru mikil náttúruundur, Hellisheiðin og þá sérstaklega Hengilssvæðið, Mosfellsdalurinn og margt fleira. Er til áætlun um hvað menn ætla að nýta og nota í nágrenni höfuðborgarinnar?

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.