« Jöfnuður er grundvallaratriði | Aðalsíða | Einbreiðar brýr »

Fimmtudagur 8. febrúar 2007

Umhverfismál - græn og blá og gul og rauð

Nokkur "einsmálsframboð" virðast vera að stinga upp kollinum. Þrátt fyrir að VG hafi verið ötulir í nokkur ár í umhverfismálum og nánast talið sig hafa einkaleyfi á málaflokknum þá vilja menn fleiri umhverfisstjórnmálaflokka. Sérstaklega eru hægri menn uppteknir af þessu viðhorfi. Á tíma þar sem umhverfismál eru á borðum allra stjórnmálaflokka, VG og Samfylkingin hafa gert skýra grein fyrir afstöðu sinni þá vilja menn enn fleiri flokka um sama málefni.

Nú má vel vera að það sé bestur árangurinn fólginn í því að stofna sérstakann stjórnmálaflokk um öll tiltekin mál eins og hefur verið rætt um aldraða, öryrkja, umhverfisverndarsinna, en einnig hafa menn rætt um sérstök framboð vegna ákveðinna samgangna, vegna landsbyggðarsjónarmiða og margs fleira.

Ég held að slagkraftur í málaflokkum gerist innan stjórnmálaflokkanna og ef eitthvað er þá séu þeir of margir á Íslandi fremur en of fáir. Stjórnmálaflokkur með fáa þingmenn getur í hæsta lagi einbeitt sér að fáum málaflokkum svo vel sé en spurning við hvað menn ætla að vera að vinna þegar rætt er um alla aðra málaflokka.

Ég er þeirrar skoðunar að það skipti máli að sameinast um grundvallarhugsjón eins og Samfylkingin hefur gert um jafnaðarmál og síðan sé annað byggt á þeirri sýn og unnið út frá henni.

Mörg sérframboð munu að öllum líkindum styrkja stjórnarflokkana til áframhaldandi stjórnarsetu og þá mun nú lítið þróast áfram í íslensku samfélagi sem farið er að búa við stöðnun í ýmsum málaflokkum.

kl. |Pólitík

Álit (2)

Kannski á það einmitt ekki við þarna að margt smátt geri eitt stórt? Þegar ég gef atkvæði mitt þá finnst mér sá kostur trúverðugri sem hefur einhverja abstrakt-grundvallarhugsjón sem birtast svo í mörgum málaflokkum heldur en ef öll athygli fer í mjög þröngan málaflokk og allir aðrir (sem skipta líka máli, hvað með vinstri menntamenn vs hægri menntamenn etc...) fái litla eða enga athygli.

Það er miklu auðveldara að eiga við það ef manni finnst útfærslan á grundvallarstefnunni vera röng í ákveðnum málaflokk heldur en reyna að deila um þessa grundvallarstefnu.

Föstudagur 9. febrúar 2007 kl. 14:11

Ég er sama sinnis og þú ég hef ekki trú á einsmálsflokkum heldur finnst mér grundvallarhugmyndin skipta máli og byggja útfærslurnar á henni. Þess vegna er ég skráð í stjórnmálaflokk. Á Íslandi er ekki eitthvað bara eitt sem hægt er að hugsa um og skilja allt hitt eftir. Það þarf að hugsa um heildina, þ.e. þessa þjóð og landið sem hún byggir.

Föstudagur 9. febrúar 2007 kl. 16:32

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.