« Nýjir tímar | Aðalsíða | Ég skil ekki Framsóknarmenn »

Föstudagur 2. mars 2007

Austurland

Aftur var ferðinni heitið austur í vikunni sem var frábært, ég minntist ungliðanna okkar sem missa nánast málið þegar þeir sjá að þjóðvegur 1 er ekki malbikaður allan hringinn en einmitt þegar farið er austur verður maður var við það. Meginástæðan er sögð vera að menn geti ekki gert upp við sig hvar hann á að liggja og þá sé ekki ástæða til að malbika á meðan. Furðuleg röksemdarfærsla, eins og þetta séu einu blettirnir á þjóðveginum þar sem menn þurftu að taka af skarið og setja veginn niður. Fyrst og fremst er þetta auðvitað partur af slæglegum vinnubrögðum.

Ég held að menn ættu nú að setja það í forgang að klára hringveginn þetta er okkur ekki til sóma.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.