Það eru sannarlega gleðitíðindi að nú er nánast öruggt að björgunarþyrla verður staðsett á Akureyri. Það væri tiltölulega hallærislegt ef fyrsti maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi Alþingiskosningum væri ítrekað í fjölmiðlum að krefjast þess að fá björgunarþyrlu til Akureyrar væri ekki nú þegar búið að ganga frá málunum bak við tjöldin. Ég tel nánast alveg öruggt að á hentugum tíma fyrir kosningar muni ráðherra tilkynna að björgunarþyrla verði á Akureyri og frambjóðandinn hampa því að hann sé stórkostlegur björgunarþyrlusækir. Ráðherrar hafa breytt ráðuneytum landsins í kosningaskrifstofur og ég er algerlega sannfærð um að þyrlan kemur og allt leikritið verður vel útfært og snilldarlega spilað hjá Sjálfstæðismönnum.
Hvað svo sem um leikritið má segja þá er það virkilega ánægjulegt að hafa björgunarþyrlu hér á Akureyri, þar með verður ein þyrla staðsett þannig að það styttir verulega vegalengdir til björgunar á Norðausturlandi og miðunum hér fyrir utan. Þetta eru býsna góð tíðindi. En að sama skapi er frekar dapurlegt að sjá hvernig ráðherrar spila með völd sín í kosningabaráttu.
Álit (3)
Sæl Lára
Já þetta er barátta sem við munum hafa. Enginn vafi á því í huga mér. Enda eigum við að krefjast þess að fá þyrlu og enga hógværð í því takk fyrir. Barátta okkar skilar okkur því sem við viljum. Við getum öll glaðst mjög yfir því.
mbk. Stebbi
Þriðjudagur 27. mars 2007 kl. 01:09
Ekki spurning, bestu kveðjur til ykkar Sjálfstæðismanna í kosningabaráttunni;-)
Þriðjudagur 27. mars 2007 kl. 10:33
Eina sem mér finnst vera til umræðu í þessu er hvort það verði ein þyrla eða tvær þyrlur á Akureyri ;) Reykjavík má eiga það að vera ótrúlega lítið miðsvæðis, hvað svo sem íbúunum finnst.
Þriðjudagur 27. mars 2007 kl. 13:15
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri