Börnin eru framtíðin, okkar besta fjárfesting og það mikilvægasta sem landið á. Við Samfylkingarmenn setjum fram með stolti stefnu um málefni þeirra því við látum okkur börnin varða, þau skipta okkur máli. Stefnuskjalið Unga Ísland er metnaðarfullt plagg þar sem tekið er markvisst á málefnum barna út frá þeirra þörfum. Ég hef áður rætt hversu mikið fjölskyldur eru plagaðar af oft hömlulausum kröfum um vinnutíma. Börnin þurfa sínar fjölskyldur, þau þurfa vernd þegar bjátar á og styrk til að ná fram því besta sem þau hafa yfir að búa. Börnin okkar eru framtíðin, þau munu sjá um samfélagið sem við sem eldri erum þurfum á að halda síðar. Nú er það okkar hlutverk að veita þeim skjól til að dafna, veita þeim heilsugæslu til að stuðla að heilbrigði þeirra og veita þeim bestu menntun sem völ er á. Ég er sannfærð um að þessi stefna höfðar til fólksins í landinu sem veit í hjarta sér að börnin eru það mikilvægasta sem við eigum.
« Ingibjörg Sólrún sterkur formaður | Aðalsíða | Opnun kosningaskrifstofu »
Föstudagur 30. mars 2007
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri