« Austurland | Aðalsíða | Íðilfagur tunglmyrkvi »

Laugardagur 3. mars 2007

Ég skil ekki Framsóknarmenn

Í ályktun frá landsfundi Framsóknarmanna stendur Að í stjórnarskrá standi: „Auðlindir Íslands utan eignalanda eru sameign íslensku þjóðarinnar“. Með auðlindum er átt við nytjastofna á Íslandsmiðum, auðlindir á, í eða undir hafsbotninum utan netalaga og náttúruauðlindir í þjóðlendum.

Ég hef ekki séð þess nein merki, hvorki í orði né á borði að þetta sé stefna flokksins í þau 12 ár sem hann hefur verið í ríkisstjórn en nú kortéri fyrir kosningar. Ennfremur var viðtal við formann flokksins í kvöldfréttum ákaflega sérkennilegt þegar hann reyndi að böggla því út úr sér að þetta væri ekki verkefni stjórnarskrárnefndar heldur ríkisstjórnar. Ég hélt að stjórnarskráin hefði verið verkefni stjórnarskrárnefndar.

Ég skil ekki þetta mál, er það sama upp á teningnum og fyrir síðustu kosningar þegar Framsóknarmenn lögðust í harða stjórnarandstöðu rétt fyrir kosningar og fram yfir kjördag þar sem allt var Sjálfstæðisflokknum að kenna. Annað hvort af því þeir höfðu ráðuneyti viðkomandi málaflokks eða ef svo hrapallega vildi til að um var að ræða þeirra eigið ráðuneyti þá var það fjármálaráðherra að kenna.

Virkar þetta??? Ef svo - er það virkilega þess virði?

kl. |Pólitík

Álit (2)

Þetta er herbragð sem virkar ágætlega eða hefur í það minnsta gert það hingað til. Ég vona innilega að kjósendur falli ekki fyrir þessu enn eina ferðina.
Þessi "korter-fyrir-þrjú" fílingur er engan veginn sannfærandi í mínum huga.

Laugardagur 3. mars 2007 kl. 22:13

Guðrún Katrín:

Já þetta herbragð þeirra er svolítið sérstakt. Ég segi eins og Tryggvi ég vona að kjósendur láti þetta ekki villa sér sýn. Það er aumkunnarvert að horfa á stjórnarflokkana rökræða þessi mál í sjónvarpinu. Að mögu leyti finnst mér þetta gott útspil hjá Sif, ég held raunar að þetta útspil gæti bjargað Framsóknarmönnum ef þeir ganga alla leið og slíta stjórnarsamstarfi. En þeir virðast nú ætla að bjarga sjálfstæðisflokknum með því að lafa í stórn þar til þinginu lýkur.

Þriðjudagur 6. mars 2007 kl. 11:02

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.