« Breyttar baráttuaðferðir? | Aðalsíða | Björgunarþyrla verður á Akureyri »

Sunnudagur 25. mars 2007

Gleymt grundvallaratriði?

Þegar ég lærði hagfræði þá varð mér kennd sú einfalda staðreynd að Ísland væri eins og eitt heimili það þyrfti að fá inn að minnsta kosti jafn miklar tekjur og það eyddi. Í gósentíð undanfarinna ára höfum við eytt um efni fram samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands þá keyptum við vörur fyrir 14,6 milljarða í janúar en seldum einungis fyrir 6,4 milljarða. Eftir stendur að við eyddum umfram það sem við öfluðum í vöruviðskiptum tæpum 7 milljörðum króna. Góðu fréttirnar eru þó þær að fyrir ári síðan eyddum við í janúar 10,1 milljarði meira á núgildandi verðlagi.

Við þessu er einungis tvennt að gera, eyða minnu eða selja meira. Miðað við hvernig við högum okkur er líklega augljóst að við þurfum að gera hvoru tveggja. Þá er spurning hvað getum við flutt út í auknum mæli til að fá meiri tekjur og hvað getum við sparað við okkur eða keypt innanlands til að laga vöruskiptajöfnuðinn.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.