Við Samfylkingarmenn segjum oft "við erum jafnaðarmenn" en það er ekki alltaf að menn skilja hvað það felur í sér. Sumir segja að með því að jafna leikinn þá séum við að kippa fótunum undan hinu og þessu sem er alger misskilningur. Fyrst og fremst fjallar jöfnuðurinn um að gefa fólki jöfn tækifæri í lífinu. Ekki ganga svo nærri þeim sem standa veikum fótum að þeir hafi ekki möguleika á að bjarga sér.
Jöfnður felst í svo mörgu. Jöfnuði milli landsbyggðar og borgar, ríkra og fátækra, sjúkra og heilbrigðra, eldri borgara og yngri og svo mætti lengi telja.
Er það ekki fyrst og fremst mannúð að styðja fólk til að geta lifað mannsæmandi lífi?
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri