Í dag beittu íbúar Hafnarfjarðar íbúalýðræði, þátttaka í kosningum var mjög góð og niðurstaða er fengin. Ég er mjög ánægð með niðurstöðuna en fyrst og fremst er ég ánægð með vinnubrögð meirihlutans í Hafnarfirði þ.e. Samfylkingarinnar sem óhrædd lagði málið í dóm íbúa sveitarfélagsins.
Í þessu má sjá vinnu Samfylkingarinnar í verki, þar er hreinn meirihluti og því auðvelt að sjá hvernig Samfylkigin vinnur þegar hún fær til þess umboð.
Niðurstaðan er sérstaklega ánægjuleg í því ljósi að hún er í takt við stefnu Samfylkingarinnar um að nú sé kominn tími til að staldra við og skilgreina hvað við viljum vernda og hvað við viljum nýta. Núverandi ríkisstjórn hefur vaðið áfram í óþökk íbúa sinna í fjölmörgum málum og nú er mál að linni.
Álit (2)
Þetta er rétt hjá þér Lára - félagar okkar í Hafnarfirði stóðu vel að þessu. En í raun átti maður ekki von á öðru þegar Samfylkingin yfir höfuð á hluta að máli. Það sást vel þegar kosningaskrifstofan okkar í Lárusarhúsi var opnuð.
kv Palli
Sunnudagur 1. apríl 2007 kl. 22:56
Það má segja að sigurvegari þessarar kosningar hafi verið Samfylkingin. Þeir í Samfylkingunni í Hafnarfirði eiga að vera stolt af verki sínu og að þau stóðu á sínu allan tímann.
Mánudagur 2. apríl 2007 kl. 00:18
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri