« Hver verður eldri borgari? | Aðalsíða | Austurland »

Fimmtudagur 1. mars 2007

Nýjir tímar

Ég ákvað að segja upp í vinnunni um þessi mánaðarmót þrátt fyrri að hún sé að mörgu leyti mjög skemmtileg. Ég hef verið að byggja upp Tölvuskólann Þekkingu hér á Akureyri og verið í skemmtlegu samstarfi við starfsmennina í Reykjavík sem hafa að mestu séð um starfsemina þar. Það hefur gengið býsna vel að stofnsetja öflugan skóla í bænum og aðsóknin hefur verið framar vonum. Sérstaklega hefur verið gaman að taka þátt í að byggja upp meira nám fyrir áhugaljósmyndara sem ég mun kannski gera samt sem áður og væri virkilega gaman því ég er með margar hugmyndir í því.

Það að vera framkvæmdastjóri þýðir talsvert langan vinnutíma og mikið áreiti sem passar ekki reglulega vel með því sem ég vil vera að gera. Núna næstu mánuði verður auðvitað mest að gera í framboðsvinnunni sem er gríðarlega skemmtileg en síðan vil ég fá meiri tíma fyrir ljósmyndunina og lagasmíðina. Bókin okkar Gísla kemur út í næstu viku og hefur fengið heitið Vinaslóðir en það væri gaman að fylgja henni eitthvað eftir.

Þrátt fyrir að það felist alltaf einhver óvissa í því að ákveða að breyta til þá eru alltaf ný tækiæri og skemmtilegir hlutir að fást við þannig að ég er bara spennt fyrir því að finna út eitthvað skemmtilegt að gera.

kl. |Tilveran

Álit (3)

Guðrún Katrín:

Til hamingju með þessa ákvörðun Lára. Ég veit að þú verður ekki í vandræðum að finna þér nýjann vettvang. Það er samt sem áður sorglegt að þurfa að fórna einu tækifæri til að ná öðru. En sem flokkssystir þín þá er ég ánægð með að þú tekur kosningarbaráttuna fram yfir, það mindu nú ekki allir gera. Þú verður hvort sem er kominn í fasta vinnu í vor þ.e.s. á þingi :-)

Fimmtudagur 1. mars 2007 kl. 09:41

Allt er fimmtugum fært, þannig að það er ekki langt að bíða með að þú finnir þér eitthvað nýtt og spennandi til að fást við. Er ekki annars ýmislegt áhugavert í boði þarna fyrir norðan ;)?

Fimmtudagur 1. mars 2007 kl. 14:36

Jóhanna:

Lára mín,
ég veit þú ert í skemmtilegri vinnu, en eins og ein ágæt vinkona okkar sagði, vinnan slítur svo sundur daginn !
þetta gerir það að verkum að ljósmyndaleiðangur okkar um vestfirði í sumar verður enn lengri og skemmtilegri, ég fer þá í það á morgun að fá húsnæði, þjónustu og aðstöðu víðsvegar fyrir vestan í sumar, hlakka mikið til, kær kveðja Jóhanna

ps. síðan er það vinnan við Austurvöll en hún gengur vel upp með ferðalögum um landið okkar, JL

Fimmtudagur 1. mars 2007 kl. 23:54

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.