« Jöfnum leikinn | Aðalsíða | Afmæli í dag;-) »

Fimmtudagur 8. mars 2007

Vinaslóð komin úr prentun

Ég er býsna stolt að hafa bókina okkar Gísla í höndunum sem ber heitið Vinaslóð. Gísli samdi ljóðin en ég tók ljósmyndirnar. Formlegur útgáfudagur er í tengslum við fimmtugsafmælið mitt á morgun eða þegar ég verð L-ára en L er sem kunnugt er 50 í rómverskum tölum.

Ritið er tileinkað bekkjarfélögum okkar Gísla frá Samvinnuskólanum á Bifröst en þar vorum við veturna 1974-1976 og hefur þessi bekkur haldið mjög vel saman enda urðum við vinir fyrir lífstíð í skólanum. Hver og einn úr bekknum, við Gísli meðtalin, á sína opnu í bókinni eitt ljóð og eina ljósmynd sem saman skapa ákveðna heild. Jóhanna Leopoldsdóttir bekkjarsystir okkar er aðal hvatamaðurinn að verkinu enda er hún framkvæmdastjóri bekkjarins sem við hlýðum nánast í einu og öllu. Enda er það svo skemmtilegt;-)

Ljóðin eru sett upp eins og sendibréf frá hverjum bekkjarfélaga, ekki neitt byggt á sönnum atburðum en eitthvað sem gæti komið fyrir viðkomandi eða þá að það væri dæmalaust fyndið ef það kæmi fyrir hann. Örsjaldan er sannleikskorn í ljóðinu. Ljósmyndin er síðan tileinkuð ákveðnum tilfinningum eða blæ sem mér finnst passa þeim sama, eitthvað sem honum gæti líkað eða annað sem ég finn til að túlka viðkomandi og þannig verður til þessi skemmtilega heildarmynd.

Hér er eitt dæmi um ljóð:

Ég hef alltaf haft gaman af því
Að safna steinum
Á göngu minni út í náttúrunni
Horfi ég gjarnan niður fyrir mig

Mínir uppáhaldssteinar eru grænir
Og svo fjólubláir númer tvö

Einu sinni komu tvær japanskar konur
Og fóru að hjálpa mér að leita
að úrinu mínu

Stebbi Bjarna

kl. |Ljósmyndun

Álit (7)

Heyrði einmitt í þér í útvarpinu í morgun... verður gaman að sjá þetta á laugardaginn.

Fimmtudagur 8. mars 2007 kl. 12:36

Rakst á þetta á netinu og datt í hug að þú hefðir gaman af að vita

http://www.comingsoon.net/news/movienews.php?id=19245

Fimmtudagur 8. mars 2007 kl. 16:21

Jóhanna:

gott að vita að nú er það staðfest að það er skemmtileg að ég stjórni ;-)
vona að sem flestir frétti þett, þá væri lífið dásamlegt, hlakka til að hitta ykkur öll í afmælinu fyrir norðan á laugardaginn, Jóhanna sem öllu ræður

Fimmtudagur 8. mars 2007 kl. 22:45

Til hamingju með afmælið Lára!! Megir þú og fjölskyldan eiga virkilega góðan dag.

Föstudagur 9. mars 2007 kl. 09:18

Sæl vinkona!
Innilega til hamingju með daginn og bókina, hlakka til að sjá ykkur báðar við fyrsta tækifæri.
Megir þú eiga góðan og skemmtilegan afmælisdag.
Kveðjur til Gísla.

Föstudagur 9. mars 2007 kl. 09:27

Til hamingju með daginn mín kæra. Hlakka til að fá bókina í hendur. Sjáumst annað kvöld.

Föstudagur 9. mars 2007 kl. 10:42

Takk öll fyrir góðar kveðjur;-)

Ævar Þór: Frábær tíðindi fyrir okkur Tinnaaðdáendur!!! Takk fyrir ábendinguna.

Föstudagur 9. mars 2007 kl. 11:15

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.