« Kostnaður við námsbækur í framhaldsskóla | Aðalsíða | Landsfundurinn »

Miðvikudagur 11. apríl 2007

Jafnvægi og framfarir

Samfylkingin hélt fund í morgun um ábyrga efnahagsstefnu og hefur lagt fram greinargerð sem unnin er af starfshópi undir stjórn Jóns Sigurðssonar hagfræðings en hann er fyrrverandi forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, seðlabankastjóri, alþingismaður og ráðherra. Reynsla hans er gríðarlega mikil og eftirsóknarvert að fá mann með jafn mikla sérþekkingu og reynslu af efnahagsmálum. Margt kemur fram í greinargerðinni sem ég hef áður fjallað um hér og margt sem væri ástæða til að fjalla um.

Hlutfall einstaklinga með framhaldsskólamenntun er minnst á Íslandi skv. skýrslu frá OECD hér hefur einungis 60% landsmanna á aldrinum 25-64 ára lokið slíku námi en er 78-88% hjá hinum Norðurlöndunum. Við höfum því algerlega brugðist í menntun á framhaldsskólastigi og árangurinn ekki góður.

Viðskiptahallinn er allt of mikill og viðbúið að þjóðin muni fá alvarlegan skell því hann samsvarar þriðjungi að þjóðarframleiðslunni sem hver maður hlýtur að sjá að gengur ekki til lengri tíma.

Það er margt sem þarf að taka á til að ná betri efnahagsstjórn og grátlegt að fólk virkilega trúi því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft tök á því að stjórna efnahagsmálum, þeir hafa sýnt annað.

kl. |Pólitík

Álit (1)

Þessi skýrsla er góð lesning. Til hamingju með hana.

Miðvikudagur 11. apríl 2007 kl. 16:56

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.