Það geta ekki allir fengið allt heyri ég stundum þegar ég tala um jöfnuð í samfélaginu eins og jöfnuður geti fjallað um það. Fyrst og fremst erum við að tala um að jafna leikinn í íslensku samfélagi, að allir hafi möguleika á að lifa mannsæmandi lífi með reisn. Við á landsbyggðinni höfum fyrst og fremst verið að tala fyrir því að við fáum sömu möguleika og aðrir að reka fyrirtæki. Skýrsla eftir skýrslu sýnir fram á að flutningskostnaður - mestmegnis skattar, hindra þá möguleika. Skattarnir eru miklum mun hærri en það fé sem fer í samgöngukerfið svo það er ekki hægt að rökstyðja þetta með því að þeir borgi fyrir vegina sem nota þá. Fyrirtæki á landsbyggðinni þar sem engin þensla er þurfa að búa við háa vexti sem ætlaðir eru til að slá á þenslu sem er ekki fyrir hendi hjá þeim.
Jöfnuður skiptir okkur öll máli, í smáu sem stóru.
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri