« Jöfnuð: Fyrir börnin - Tannvernd | Aðalsíða | Jafnvægi og framfarir »

Þriðjudagur 10. apríl 2007

Kostnaður við námsbækur í framhaldsskóla

Eitt af stefnumálum Samfylkingarinnar er að láta nemendur í framhaldsskólum fá námsbækur án endurgjalds. Ég er ekki viss um að margir átti sig á því hversu mikil útgjöld eru falin í námsbókum á hverri önn. Nemendur eru oft í 5-7 áföngum hverja önn og bækurnar kosta frá 3000 - 6000 krónur bókin (stundum minna og meira en þetta er algengast). Nemandinn getur því gert ráð fyrir að 30.000 krónur fari í námsbókarkaup við hver annarmót. Þetta geta því verið um 240.000 krónur fyrir hvern nemanda. Þessir útreikningar mínir eru lauslegir en nemendur í framhaldsskólum og ættingjar þeirra þekkja þetta vel. Þar sem aðstæður nemenda í framhaldsskólum eru æði misjafnra er mikilvægt að tryggja að dapur fjárhagur fjölskyldu hindri ekki skólavist og tryggja að hver nemandi geti sem best eytt orku sinni í nám í stað þess að hafa áhyggur af fjárhag fjölskyldunnar í hvert skipti sem þarf að kaupa bók.

kl. |Pólitík

Álit (4)

Þetta er mjög gott mál.
En þú hefðir átt að sjá svipinn á deildarstjóra efsta stigs grunnskólans sem dóttir mín stundar þennan veturinn hér í Osló, þegar ég spurði hana um innkaupalista haustsins. Hvað ég þyrfti að kaupa fyrir barnið áður en skólinn byrjaði.

Hún: "Það er bara lögfest, það kostar ekkert að ganga í grunnskóla."
Ég: "Já ég veit það, en hvað með stílabækur, penna, reglustikur, gráðuboga og það allt saman. Hvað þarf ég að kaupa af slíku?"
Hún (enn ringlaðri á svip): "Það kostar ekkert að ganga í grunnskóla. Það er bannað með lögum að foreldrar borgi fyrir grunnskólann."

Dóttir mín fær meira að segja afhentan blýant í skólanum. Pennaveski held ég að sé það eina sem krakkarnir kaupa sér sjálf - og þá bara af því þeim finnst þau flott. Mögulega reiknivélina líka, en ég get ekki verið viss, þar sem hún fékk svo fína vél í fermingagjöf frá sparisjóðnum sínum.

Hversu einfalt er ekki að lækka þann kostnað hjá foreldrum. Fyrir utan hversu mikið samkeppnin um flottasta pennann myndi gjaldfalla fyrir vikið.

Þriðjudagur 10. apríl 2007 kl. 16:18

Jón Ingi:

Þetta er mikið réttlætismál og jafnar aðstöðu fólks til náms. Og hverjum öðrum en Samfylkingunni dettur þetta í hug ? Að sjálfsögðu engum en gæti gerst að einhverjir flokkar noti hugmyndina eins og ýmislegt í Fagra Íslandi

Miðvikudagur 11. apríl 2007 kl. 00:18

Takk Elfur, þetta er alveg hárrétt, reyndar man ég eftir því að þannig var þetta þegar ég var í skóla við fengum allar stílabækur ég man ekki eftir blýöntum og slíku en gott ef ekki var. Það er alltaf verið að kroppa svolítið af fjölskyldum landsins.

En á meðan sveitarfélögin fá ekki nægt rekstrarfé í skólana þá er erfitt um vik og bráðnauðsynlegt að snúa þessu ferli við.

Miðvikudagur 11. apríl 2007 kl. 14:21

Jóhanna:

Lára mín þetta er alveg kórrétt og frábær tillaga, hefði þurft að vera komin á fyrir löngu. Ég man vel þegar elsta barnið mitt birjaði í MH, þá kostaði það heimilið 80 þúsund að hefja fyrstu önnnina. Þetta voru bækur, íþróttaföt (utanhús) og skór, því í MH er/var ekki íþróttahús. Næstu annir voru nær þínum tölum, en þetta var fyrir átta eða níu árum. Í okkar tilfelli var stórfjölskyldan skilningsrík á að börnin þurftu að fara í skóla og ég hrindi út um allt og bað fólk að borga þennan eða hinn útgjaldaliðin fyrir okkur foreldrana sem lifðum á örorkubótum. Þannig höfum við með góðri hjálp komið krökkunum í gegnum framhaldsnám. Því miður eru fæstar fjöldkyldur í okkar fjárhagsaðstæður með svona gott og skilningsríkt bakland. Getur ekki verið að þetta sé einn hlutinn af brottfallsvanda framhaldsskólnanna ?
kv. JL

Fimmtudagur 12. apríl 2007 kl. 01:14

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.