« Jafnvægi og framfarir | Aðalsíða | Þjóðlendurnar seldar? »

Sunnudagur 15. apríl 2007

Landsfundurinn

Landsfundur Samfylkingarinnar er alltaf afar skemmtileg samkoma, þar hittast félagar, ræða málin, miðla reynslu og þekkingu. Það er sérstök og gefandi tilfinning að vera í hópi fólks þar sem allir hafa áhuga á samfélaginu og vilja leggja sitt af mörkum til þess að landinu okkar gangi sem best. Það sama á við aðra stjórnmálaflokka þó svo að ég telji þeirra leiðir ekki henta mér þá ber ég virðingu fyrir því fólki sem leggur á sig pólitíska vinnu því ég þekki af eigin raun hvað í því felst að starfa í stjórmálum. Þá á ég ekki bara við þá sem standa fyrir framan hljóðnema, sjónvarpstökuvélar og myndavélar heldur allt það fólk sem tekur þátt í pólitísku starfi frá hinu minnsta viðviki í því að gefa nánast allann sinn frítíma til stjórnmálaþátttöku.

Ég sat meðal annars í vinnuhóp um mannréttindi sem kannski flestir Íslendingar taka sem gefnu að séu í góðu lagi hér á landi og með réttu má segja að við stöndum býsna vel. Þó er alltaf eitthvað sem má styrkja eða gera betur. Með umræðunni öðlaðist ég aukinn skilning á fjölmörgum þáttum og stykti þekkingu mína á öðrum. Hópurinn fjallaði einnig um kvenfrelsi og jafnréttindi en við Helgi Hjörvar stýrðum vinnu í þessum tveimur hópum.

Á fundinum var ekki síður skemmtilegt að hitta góða vini og þar á meðal Lillý vinkonu mína frá Kópaskeri sem var þar með foreldrum sínum. Í Fréttablaðinu í dag birtist fín mynd af okkur umkringdum félögum úr Samfylkingunni í Norðausturkjördæmi en þessi mynd er hlý minning frá góðum fundi í hópi góðra félaga.

kl. |Pólitík

Álit (2)

RJ:

Sæl,

Ég er að velta því fyir mér hvar þið standið varðandi einkavæðingu Landsvirkjunar. Hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn en er hræddur um að þeir einkavæði Landsvirkjun sem ég tel hrikalegt fyrir land og þjóð. Væri ekki vitlaust hjá ykkur að koma þessu í umræðuna því ég veit um marga
d-lista kjósendur sem myndu skipta ef þeir segðu ekki þvert nei við einkavæðingu! Einnig má bæta íbúðalánasjóð til muna, láta hann koma á móts við fólkið með sveigjanlegri uppgreiðslu lána og annað slíkt. Hann á að leiða samkeppnina um íbúðalán og gera sem flestum kleift að eignast íbúð á sem hagstæðasta máta.

Kær kveðja
Rúnar

Sunnudagur 15. apríl 2007 kl. 22:22

Rúnar: Það er háalvarlegt að mínu mati að taka land af bændum og skilgreina sem þjóðlendu sem er síðan ekki meiri þjóðlenda en það að menn setja landið undir Landsvirkjun og lýsa því svo yfir að hún skuli seld. Þar með ætla menn að selja einkafyrirtæki þjóðlendurnar okkar til ráðstöfunar án þess að við, fólkið í landinu, fái nokkru um það ráðið. Þetta getur Samfylkingin aldrei sætt sig við það er á hreinu.

Já það er rétt það má bæta rekstur íbúðalánasjóðs og skoða hvernig best er komið á móts við fólk sem er að kaupa sér þak yfir höfuðið.

Mánudagur 16. apríl 2007 kl. 09:19

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.