« Vaðlaheiðargöng sem fyrst!!! | Aðalsíða | Jöfnuð: Fyrir börnin - Tannvernd »

Föstudagur 6. apríl 2007

Rauðanes og könnun

Rauðanes er einn alfallegasti staður á landinu og kom mér algerlega á óvart. Ég var að leita að gistingu á Þórshöfn þegar ég datt um gistingu á Ytra Álandi í Þistilfirði og þar var tengill á Rauðanes. Án þess að hika hringdi ég þangað og við Gísli minn ákváðum að ganga Rauðanesið. Um morguninn bauð Bjarnveig á Ytra Álandi okkur í kaffi og gómsæta jólaköku en síðan fórum við í gönguferðina. Við gengum frá ríflega 10 um morguninn til um fjögurleytið með bækling sem nemendur Svalbarðsskóla unnu og var mjög hjálplegur.

Við vorum ekki með farsímasamband á Ytra Álandi þannig að ég fékk tölurnar úr könnun Stöðvar 2 þegar ég sat á bjargbrún á Rauðanesi og dáðist að ægifagurri náttúrunni. Það var sannarlega ágætt að vera mæld inni og segir okkur að vinnan er að skila sér. Nú er bara að halda ótrauð áfram og gera sitt besta.

kl. |Pólitík

Álit (2)

Jón Ingi:

Það er við hæfi staðurinn sem þú varst á þegar þú mældist inni í fyrsta sinn í langan tíma...
Flott könnun....25.2 %

Sunnudagur 8. apríl 2007 kl. 10:10

Já svo sannarlega, það var fínt að sitja fram á björgum á Rauðanesi og fá þessar fréttir, afar hlýlegt;-)

Sunnudagur 8. apríl 2007 kl. 11:06

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.