« Þjóðlendurnar seldar? | Aðalsíða | Jöfnuður skiptir máli »

Laugardagur 21. apríl 2007

Umræður á N4

Sjónvarpsstöðin N4 er eina sjónvarpsstöðinni utan höfuðborgarsvæðisins og hefur staðið sig vel í að gera kosningabaráttunni skil. Ég var þar í gærkvöldi ásamt Þorvaldi Ingvarssyni frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Þátturinn var enginn æsingaþáttur en ýmsar línur skerptust. Sérkennilegt þótti mér þegar Þorvaldur andmælti því að það ætti að selja Landsvirkjun en sagði síðan stuttu síðar að auðvitað stæði til að einkavæða hana. Land er tekið af landeigendum og flutt undir Landsvirkjun en síðan stendur til að selja hana og þjóðlendurnar okkar með. Ég skil ekki hvers vegna svo stór hluti landsmanna er sáttur við það og ætlar að kjósa flokk sem stendur fyrir annarri eins eignaupptöku.

Margt fleira kom fram og auðvitað þarna eins og alltaf að maður vildi gjarnan hafa svarað betur en þetta var skemmtileg og góð lífsreynsla.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.