Kristján L. Möller alþingismaður Samfylkingarinnar er skýr og ákveðinn þegar kemur að fyrirhuguðum Vaðlaheiðargöngum. Hann "vill að ríkið greiði kostnaðinn við gerð ganganna. Hann segir nauðsynlegt að hefjast handa sem fyrst." (Sjá frétt RÚV).
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ferðaðist til 15 staða á landsbyggðinni nú stuttu eftir áramótin og meðal þess sem hún boðaði var stórátak í samgöngumálum. Vegna virkjana og álversframkvæmda hefur svigrúmið verið lítið en nú held ég að í ljósi niðurstöðu atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði að svigrúmið sé að birtast og við getum virkilega brett upp ermar og séð til þess að göngin komi. Samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur engan áhuga haft á málinu þrátt fyrir þrýstsing frá "Greiðri leið".
Þetta eru stór og góð tíðindi í samgöngumálum, Vaðlaheiðargöng skipta okkur hér á Norðurlandi miklu máli, bæði vegna öryggis þar sem Víkurskarð er oft hættulegt yfirferðar og vegur þar lokaður í vondum veðrum. Þetta leysir því vanda þeirra sem vilja stunda nám t.d. í Háskólanum á Akureyri og komast milli heimilis og skóla daglega. Sameiginlegt atvinnusvæði stækkar og möguleikar aukast mjög.
Þetta eru stórtíðindi dagsins þar sem Kristján L. Möller tekur skarpa og skýra afstöðu í þessum málum enda kraftmikill þingmaður sem talar tæpitungulaust.
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri