Ég held að eftir að maður er búinn að búa lengi úti á landi þá þurfi maður að fara í jafnréttisendurhæfingu því málin eru einfaldlega aftar á merinni þar heldur en á höfuðborgarsvæðinu. Smá saman verður maður samdauna alskyns smáatriðum og tekur ekki einu sinni eftir því, svo fer maður í annan "hóp" þ.e. landsbyggðarmaður sem líka fær skilaboð um að sé dálítið greindarskertur vegna búsetu sinnar og síðan stutt komment um að maður sé ekki innfæddur á landsbyggðarstaðnum og því skilji maður síður það sem þarf að skilja. Ég held að ég sé komin í þá stöðu að vera skilningslítil, einföld kona á landsbyggðinni. Ég upplifi allavega á samskiptum að ég hafi orðið fyrir einhverjum verulegum greindarskorti og er farin að lifa mig vel inn í hlutverkið með því að þegja kurteislega og segja ekki múkk. Vandinn er að slíku hlutverki fylgjir gjarnan áhugaleysi og það er verulega leiðigjarnt. Hin leiðin er að vera alltaf að lúðrast á hinum og þessum stöðum í þeim tilgangi einum að sanna fyrir fólki að maður hafi eitthvað að segja. En líklega er ég orðin of gömul til að nenna að taka að mér sönnunarbyrði á eigin getu og visku. Ég veit að ég er þrælklár og get það sem ég vil gera og einhvernvegin er það orðið þannig að það er mér nóg að vita það sjálf;-)
Spurningin er hvort ég verði ekki fyrir alvarlegu menningarsjokki þegar að því kemur að ég fari í staðbundna önn til San Francisco í náminu mínu. En ég fer ekki strax og fjarnámið verður því ágætis aðlögun - skyldu miðaldra aðfluttar landsbyggðarkjéllíngar vera minnihlutahópur í San Francisco?
Álit (3)
Þegar þú vísar í jafnrétti.. eru þá að tala um vegna aldurs, kyns eða búsetu? eða bara allt ofangreint?
Sunnudagur 10. júní 2007 kl. 14:39
Kyns og síðan búsetu;-)
Sunnudagur 10. júní 2007 kl. 22:05
Kyns og síðan búsetu;-)
Sunnudagur 10. júní 2007 kl. 22:05
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri