« Uppáhaldslagið mitt | Aðalsíða | Þarf í endurhæfingu »

Laugardagur 9. júní 2007

Ótrúlegar náttúruhamfarir

Ég var að lesa í nýjasta hefti Lifandi vísinda um eðjugos á Jövu sem hófst 28. maí 2006, nánar tiltekið í héraðinu Sidoarjo (Nr. 8/2007. Eðjugígur ögrar jarðfræðingum bls. 30-33). Nafnið "eðja" er samnefnari yfir aur og leðju (sem ég reyndar hélt að væri nánast það sama. Aurstreymið er um 170 þús rúmmetrar á dag! Greinin vakti athygli mína svo ég fór að leita á Netinu og fann þessa síðu sem er uppfærð jafnóðum þar sem gosið stendur enn. Í febrúar hafði það náð yfir 360 hektara, náð í allt að 10 metra hæð, 12 milljón lítrar ef eðju hafa gubbast upp úr jörðinni. Ég hafði ekki hugmynd um að eðjugos væru til en skv. greininni er jarðfræðingum kunnugt um u.þ.b. 1100 eðjugíga sem eru í raun setlög af hafsbotni sem verða til þegar einn fleki jarðar þrýstist undir annan. Síðasta tilraun til þess að stoppa gosið var að setja stórar steypukúlur ofan í gíginn og eftir að búið var að henda 100 slíkum kúlum þangað stoppaði gosið í 30 mínútur. Áætlað er að varpa 1500 slíkum kúlum ofan í gíginn.

Áhrifin á íbúana eru geigvænleg, um 11 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín, verksmiðjur hafa hætt starfsemi og vegna tilrauna til að veita eðjunni í hafið ógnar nún rækjuveiðum heimamanna en í Sidoarjo var næststærsta framleiðsla á rækju í landinu.

Náttúran getur svo sannarlega verið erfið í sambúð á sumum stöðum.

kl. |Ymislegt

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.