Ég var túrhestur í dag, fór ferð með Isamu Shimazaki vini mínum á Mývatn. Ég þreytist aldrei á að fara þangað, náttúran, jörðin, lífið, krafturinn - algerlega ómetanlegt. Í dag var heilmikið af rykmýi sem ég náði dálítið skemmtilegum myndum af. Þarf að pæla betur hvernig má fanga þessar mýflugur. Hitti leiðsögumann sem sagði mér að fræðingar teldu að það féllu til 2000 tonn af mýi árlega - 2000 tonn! Hugsið ykkur ef því yrði dumpað yfir mann allt í einu - vúps!
Isamu var ánægður og hrifinn, honum finnst Ísland æðislegt - segir hann. "Ef við hefðum svona stað í Japan þá væru komin einkafyrirtæki, hótel, íbúðir - allt girt af og náttúran eiginlega horfin utan þess parts sem sannarlega væri friðaður", sagði hann. "Hér er þetta í alvörunni náttúra, Ísland er einn þjóðgarður" bætti hann við.
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri