Sumarfríið hefur verið virkilega skemmtilegt. Ég er búin að fara með Helgu Kvam á Snæfellsnesið og setja upp ljósmyndasýninguna hennar, þaðan suður í höfuðstaðinn og síðan vestur í Kvígindisfjörð þar sem við stöllurnar í Púls 68 nutum gestrisni og náttúrunnar.
Bækurnar fyrir skólann eru komnar, dægilegur stafli sem ég hlakka til að lesa.
Ég hef notið þess að mynda í fríinu og fann m.a. að ég er með ljósmyndaDNA. Skemmtileg hugmynd en hér er það:
kl. 13:24 - Laugardagur 25. ágúst 2007 |Ljósmyndun / Tilveran
Álit (1)
Gaman að sjá myndirnar þínar að vestan, þetta er gamla sveitin mín!
Gangi þér vel í náminu þínu!
Guðrún.
Mánudagur 3. september 2007 kl. 15:30
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri