Námið mitt felst ekki síst í því að skoða aðra ljósmyndara, í skólanum er mikið myndasafn en síðan leitum við auðvitað fanga alls saðar þar sem við sjáum ljósmyndir. Þannig uppgötvar maður alltaf nýja og nýja hlið á ljósmyndun. Í gær skoðaði ég Erik Almas sem er einmitt menntaður í Academy of Art Univesity þar sem ég er að læra. Ég hreifst af myndunum hans og litameðhöndluninni. Sérstaklega þar sem hann notar mikið af stórbrotnu landslagi og kraftmikil ský. Þegar ég fór síðan að lesa nánar um hann áttaði ég mig á að myndirnar voru montage myndir þ.e. samsettar úr fleiri en einni ljósmynd. Þetta er svið ljósmyndunar sem ég hef mikinn áhuga á svo nú er tækifæri til að spreyta sig á því. Hér er síðan viðtal við Erik sem gaman er að lesa.
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri