« Erik Almas | Aðalsíða | Skólabörn prófa tölvu »

Sunnudagur 16. september 2007

Wabi-Sabi

Í listasögukúrsi sem ég er í um Renaissance tímann var kennarinn okkar að benda á hugtakið Wabi-Sabi sem mér þótti afar áhugavert að lesa um og því er þetta innlegg e.t.v. meira til að passa að týna því ekki frekar en annað. Umræðuefnið hjá okkur í fyrstu lotu hefur verið um fegurð og skilgreiningu á henni. Hvort skilgreining á fegurð sé föst innra með okkur frá fæðingu eða hvort þar bætist ofan á eitthvað sem þróast og okkur líkar. Verið er að skoða gríska list og þeirra sjónarmið.

En Wabi-Sabi er hinsvegar að skoða fegurð einfaldleikans, ryðs, slits, þess sem liðið er. Ekki þannig að hlutir séu skítugir og í rusli heldur hlutir sem eru metnir af verðleikum og settir í samhengi við nútímann. Það er að vísu miklu meira í þessu þannig að ef einhver hefur áhuga þá er tengill í grein um Wabi-Sabi. Ég þarf hinsvegar að velta fyrir mér - ekki í fyrsta skipti - mikilvægi hins efnislega í samhengi við hvað skiptir máli í lífinu almennt. Alltaf gott að fara í gegnum það;-)

kl. |Ljósmyndun / Tilveran

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.