« Eyðslubílar | Aðalsíða | Sviptingar í Reykjavík »

Sunnudagur 6. janúar 2008

Börn alkohólista - hin gleymdu börn

Fáir aðrir en þeir sem hafa lifað það vita hvernig það er að búa við alkohólisma sem barn. Auðvitað eru aðstæður ekki alls staðar eins en segja má að þessi börn séu nánast réttlaus, leiksoppar aðstæðna og komast hvergi burtu. Þau þurfa sum að þola gleðskap nótt eftir nótt, andlegar misþyrmingar, stundum líkamlegar, svefnleysi, ótta, öryggisleysi og margt það sem ekki myndi líðast að bjóða nokkrum fullorðnum manni. Þeirra eina leið í burtu er að eldast - sem gengur óskaplega hægt þegar maður er lítill. Hvernig getum við barist fyrir mannréttindum þessara barna? Réttur foreldranna til að hafa þau er sterkur en hver eru réttindi þeirra?

kl. |Pólitík

Álit (3)

Valgerður Ósk:

Ég hef oft hugsað þetta sama, veit ekki hver lausnin er en það þarf að styrkja rétt barnanna til að búa við öryggi og gott umhverfi.

Gleðilegt nýtt ár til þín og þinna

Kveðja Valgerður

Sunnudagur 6. janúar 2008 kl. 04:57

Ég skrifaði grein fyrir voða mörgum árum um þetta efni þegar ég kenndi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Það kom mér gríðarlega á óvart að í kjölfarið komu ótrúlega margir nemendur sem töldu mjög mikilvægt að hafa fyrirmyndir - börn sem hefðu náð árangri í lífinu. Það var eins og væri búið að innprenta þeim að börn sem kæmu frá óregluheimilum yrðu bara óreglufólk. Það er ekki rétt en með framkomu og viðhorfi má ýta fólki í ýmsar áttir.

Sunnudagur 6. janúar 2008 kl. 13:11

Hugsa að öllum sé mikilvægt að eiga einhverja fyrirmynd, sama hvert uppeldi og heimilisaðstæður eru. Slæm fyrirmynd getur einnig líka leitt til góðs, en þá er fyrirmyndin orðin að einskonar víti til varnaðar.

Ég veit ekki hvað er hægt að gera fyrir þolendur slíkra aðstæðna. Hugsa að fólk þurfi almennt að velja sinn farveg sjálft. En eins og þú segir, með réttu, "með framkomu og viðhorfi má ýta fólki í ýmsar áttir". ;)

Fimmtudagur 10. janúar 2008 kl. 21:13

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.