« Ótrúlegt hvað tíminn líður | Aðalsíða | Flugferðir »

Föstudagur 29. febrúar 2008

Foucault

Ég er að lesa um Foucault í listasögunni núna og velti fyrir mér sýn hans á veröldina. Sérstaklega dáist ég að því að maðurinn skuli hafa haldið krafti sínum og baráttugleði alla ævi þrátt fyrir að honum hafi verið verið komið fyrir í ýmsum stöðum sem hefðu fengið margan manninn til þess að halla sér aftur í stólnum og láta sér líða vel. Ég var að gera verkefni um The Science of Dicipline sem líklega má þýða sem vísindi ögunar og fjallar um hvernig alþýðan er öguð til hegðunar sem er þóknanleg ráðandi stéttum. Þar er talar hann um fimm atriði: spatilization, minute control of activities, repetitive exercises, detailed hierarchies og normalizing judgement. Fyrirgefið að þýðingarnar spretta ekki úr fingrunum á mér sem er ákveðin fötlun þegar námið fer allt fram á ensku. En ef við skoðum þetta eilítið nánar.

Spatilization fjallar um að hafa einhverja innbyggða venju sem við erum föst í. Þar sem ég er í fjarnámi og tek núna 4 kúrsa þá byrja ég alltaf á kúrsinum með lægsta númerið þegar ég fer að læra og vinn mig upp eftir tölunum. Jafnvel þó ég viti að það liggur mest á að ég fari að skoða áfanga sem er hærra þá kíki ég alltaf á þá eftir röð en staldra mishratt við. Ég virðist föst í því að ganga alltaf eftir hækkandi númeraröð.

Minute control of activities fjallar hinsvegar um það að láta klukkuna stjórna sér. Eitthvað þurfi að gerast á ákveðnum tíma og við fylgjumst vel með henni. Líklega er klukkan sem slík eitt besta stjórntæki sem völ er á, hægt er að stjórna nánast allri þjóðinni með því að venja hana við að hlutir eigi að gerast á ákveðnum tíma. Ég er í sjálfu sér ekkert upptekin af henni þannig séð utan þess að tíminn í San Fransisco virðist alltaf toga í mig. Þátt fyrir að ég sé mikill morgunhani þá togast ég vestureftir og er farin að vaka miklu lengur á kvöldin og vakna seinna á morgnana. Það skýrist væntanlega af því að samnemendur mínir sem margir hverjir eru 8 tímum á eftir mér eru að koma til náms þegar ég ætti að vera að fara að sofa og það er svo gaman að vera með þeim;-)

Repetitive exercises er eitthvað sem við gerum án þess að átta okkur á eða við erum ekkert að hugsa um hvað við erum að gera. Til dæmis á þetta við um akstur í og úr vinnu þar sem við förum alltaf sömu leið og munum eiginlega ekkert eftir ferðinni. Eitthvað sem við gerum alltaf eins. Ég fer til dæmis oft á fundi í Reykjavík og flýg þá suður og norður aftur. Eftir því sem ég geri þetta oftar virðast ferðirnar renna út fyrir mér, ég mæti á flugvöllinn hálftíma fyrir flug, bið alltaf um sama sætið og sef í flugvélinni eða læri. Um daginn fór ég á fund þannig að ég fór í flug 8:55 og heim aftur 13:15, þegar ég var að fá mér kaffi heima um þrjúleytið áttaði ég mig á að ég mundi ekkert eftir flugferðunum sem líkum. Endurtekningin er byrjuð að taka af mér athyglina.

Detailed hierarchies fjallar um skipuritið sem við búum við. Hjá mér fjallar það auðvitað um skólann, yfir háskólanum er stjórn, ljósmyndadeildin hefur deildarforseta og stjórnendur, síðan koma kennararnir og þá við nemendurnir. Í stjórnmálum er stjórnskipanin einnig mjög skýr í flokknum hjá mér, efst situr Ingibjörg Sólrún sem formaður, þá stjórn flokksins og síðan flokksmenn. Í kjördæminu hjá mér stýrir fyrsti maður Kristján L. Möller og kjördæmisráðið. Í kringum okkur virðast stöðugt vera skýr skilaboð um hver eða hvað stórnar og við virðumst vilja vita á hvaða stað við erum og höldum okkur þar.

Normalizing judgement fjallar síðan um samræmt mat sem við beitum eða verðum fyrir. Samfélagið býr sér til kvarða og menn beita honum oft ómeðvitað. Í skólanum er slíkur kvarði auðvitað einkunnir en ég er einhvernvegin að verða ónæm fyrir þeim líklega af því ég vann lengi í ráðgjöf við kennara og áttaði mig á að einkunnagjöf þeirra var einfaldlega mjög ólík um sömu verkefni oft innan sömu greinar. Þannig geri ég kannski greinarmun á því að grúppast í einkunn á bilinu 8-10 og síðan 6-7 en innan þeirra talna veit ég að það er svo margt sem getur spilað inn í sem kemur námi mínu í sjálfu sér ekkert við. Hinsvegar er farið að fara óendanlega í taugarnar á mér ef kennari getur ekki útskýrt fyrir mér hvernig ég næ betri árangri. Ef hann getur það ekki þá á hann bara eina einkunn að gefa - þá bestu;-)

En það er gaman að spá í Foucault og þetta er bara eitt atriði í kenningum hans.

kl. |Tilveran

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.