Vanuatu hefur alltaf verið undraland í mínum huga, sjálfstætt ríki langt í burtu sem fáir vita að eru til hér á Íslandi. Líklega erum við jafn lítið til hjá þeim. En það var óhugnanlegt að sjá að þar hefði fyrir nokkrum stundum riðið yfir jarðskjálfti upp á 6.7 á Richter kvarða.
Svo stórir skjálftar eru landsmönnum þar ekki ókunnugir en í ágúst 2007 var þar skjálfti upp á 7.3 á Richter en sá var djúpur 150 km og engin flóðbylgja kom í kjölfarið. Að þessu sinni er skjáftinn hinsvegar á 10 km dýpi. Í janúar 2002 var þar skjálfti upp á 6.3 á Richter og flóðbylgja í kjölfarið og skjálftinn á 23 km dýpi.
Ég sé engar fréttir enn af skjálftanum núna enda einungis fjórir tímar frá honum og fréttir vart farnar að berast. Eyjarnar eru flatar og þola illa flóðbylgjur svo nú er bara að vona að allt sé í lagi í langtburtistan eyjunum í Vanuatu.
Álit (1)
Nei engin hætta, ég fann vef sem gefur upplýsingar um flóðylgjur. Þegar ég var að skoða hann sá ég að það er ekkert slíkt eftirlit við Atlantshaf ætli flóðbylgjurnar eða tsunami komi aldrei hérna?
Þriðjudagur 29. apríl 2008 kl. 10:29
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri