Ég hef oft dáðst að ljósmyndurum Morgunblaðsins og hversu flinkir fagmenn þeir eru. Mig hefur dreymt um að komast með tærnar þar sem þau hafa hælana. Því brá mér þónokkuð þegar ég sá ljósmynd af flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar og ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Það er ekkert faglegt við þessa mynd, hún er hreyfð, hún er ekki í fókus og hvorugt gert á listrænan hátt sem gæti afsakað vinnubrögðin.
Hér má sjá þessa mynd með frétt í blaðinu. Ég vil hvetja blaðið til að halda áfram því góða starfi sem verið hefur á blaðinu og nota frekar mynd úr myndasafni ef takan á staðnum hefur misheppnast svo herfilega að þetta er besta myndin.
Álit (1)
Þetta eru nú alveg ótrúleg vinnubrögð!
Mánudagur 24. nóvember 2008 kl. 16:09
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri