« Kúba 1976 | Ađalsíđa | Hćtt ađ blogga, brátt nýr vefur »

Sunnudagur 7. desember 2008

Ljósmyndir Halldórs Laxness

Ég sá sýningu á ljósmyndum Halldórs Laxness í Ţjóđmenningarhúsinu ţar sem ţćr nutu sín vel. "Ljósmyndirnar á sýningunni eru tćkifćrismyndir ferđalangsins, eiginmannsins, fjölskylduföđurins og vinarins - Halldórs Laxness. Ţćr eru einkaljósmyndir sem bera vitni um víxlverkan fjölskyldulífs, stjórnmálalífs og skáldaframa á ćvi hans. " segir í texta um sýninguna á heimasíđu Ţjóđmenningarhússins.

Ţađ er áhugavert hvernig Halldór skođar heiminn međ linsu myndavélarinnar og ég velti fyrir mér hversu mikiđ er hćgt ađ lćra um einstakling á ţví hvernig hann tekur ljósmyndir. Viđ horfum oft öll á sama umhverfiđ en sú mynd sem viđ geymum af ţví er nánast aldrei sú sama. Einnig geta menn veriđ staddir međ myndavél á sama stađ en komiđ út međ gerólíka ljósmynd. Eitt verkefni sem ég ţurfti ađ vinna í skólanum var ađ taka 25 ljósmyndir úr nákvćmlega sömu sporunum og ţađ kom mér verulega á óvart ađ ţađ vćri hćgt og hversu gerólíkar myndirnar voru. Ţess vegna ţótti mér ţessi sýning áhugaverđari ţví ég upplifđi hana eins og lítinn glugga af sýn Halldórs á lífiđ.

Einnig ţótti mér áhugavert hversu listrćnn Halldór var oft í ljósmyndun sinni ţ.e. hvernig hann valdi ađ fanga viđfangsefniđ og stilla ţví upp innan hins tvívíđa ramma sem ljósmyndin er. Ég hvet fólk eindregiđ til ađ kíkja á ţessa sýningu.

kl. |Ljósmyndun

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörđur
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift ađ vefdagbók Áskrift ađ vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.