Námsefni
(svör nemenda)
Eitt sem mér finnst svolítill galli er að ekki er tekið tillit til þess að þeir nemendur sem eru í fartölvubekk þurftu að fjárfesta í fartölvum. Það er mjög kostnaðarsamt og það hleypur upp í nær tvöhundruð þúsund eða meira þegar skólabækurnar bætast við. Mér finnst að ef fartölvubekkir eiga að verða að veruleika að eitthvað verði að gerast í þessum málum, því það er alltof kostnaðarsamt fyrir unga nemendur að þurfa að kaupa bækur og tölvu þegar það er ýmislegt annað sem hugsa þarf líka um.
...þetta verkefni er nú ekki komið langt en það mætti kannski búa til einhverjar kennslubækur í tölvutæku formi í framtíðinni. Ef allar bækurnar væru inni í tölvunum þyrfti maður ekki að taka neitt með sér í skólann á morgnanna nema tölvuna, gott líf það...
Ég hafði ímyndað mér að við myndum aðeins hafa tölvurnar og kannski nokkrar bækur, alls ekki allar.
Kannski hafa bækur í gegnum tölvuna og öll verkefni, próf og allt svoleiðis.
Þyngdin á skólatöskunni er, að mínu mati, stærsti gallinn. Bækurnar eru ekki léttar og þegar tölva bætist við er það orðið ansi slæmt. Ég, t.d., geng í skólann á hverjum morgni og það er smá spölur og þá fer mann fljótt að verkja í axlir og bak.
Það hefur komið upp það mál með fjármálin. Við keyptum okkur tölvu, sem er dýr, og svo þurfum við líka að kaupa allar bækur, sem eru heldur ekki ódýrar. Hugmyndin sem kom upp með að setja bækur á tölvutækt form til að þurfa ekki að kaupa bækur, myndi líka létta skólatöskurnar sem eru orðnar mjög þungar með tölvunni.
Ég gerði fastlega ráð fyrir því að öllu heimanámi gæti ég sinnt í tölvunni. Sérstakar vefsíður yrðu fyrir heimanám hvers áfanga, þar sem maður gæti sótt verkefni og skilað. Kennslubækur yrðu nánast engar heima fyrir, einungis textar og einhverskonar vefefni af internetinu.
©Lára Stefánsdóttir, febrúar 2002