Vera laus við blöð og dót
(svör nemenda)
Nú, þegar ég hef vanist því að vinna á tölvu, get ég vart ímyndað mér hvernig það yrði að þurfa aftur að burðast með heilt tonn af stílabókum og blöðum, auk þess sem ég mundi ábyggilega týna helmingnum af blöðunum. Mér finnst að skólayfirvöld eigi að innleiða fartölvubekki sem fyrst. Það munar að hafa allt á sama stað í sérstökum “folderum.”
miklu meiri vinnufriður en í venjulegum bekkjum, ekki eins mikil pappírseyðsla og maður getur skilað verkefnum í gegnum netið.
Líka gott að losna við endalausan flaum af einhverju blaðarusli sem beyglast og týnist.
Þá fer maður með eina tölvu með sér og straumbreyti í stað bunka af stílabókum og vistar síðan gögn sín og verkefni á harðadisk vélarinnar. Mér hefur hinsvegar fundist vef-verkefni og verkefni sem eru bundin við það að nota tölvurnar frekar leiðigjörn, því að ég lít á tölvuna að eins sem eina stóra stílabók,
Mér finnst mikill kostur að geta fengið glósur og verkefni send en ekki þurfa að hafa blaðabunka í töskunni sem að maður er sífellt að tína blöðum úr...:o)
Heimanám. Við sendum mörg verkefni sem við þurfum að skila gegnum netið og finnst mér það frábært, alveg eins og ég hafði ímyndað mér. Ekkert vesen með pappír eða að prenta út það er yndislegt.
Fyrir mig hefur þetta haft það í för með sér að glósur eru skipulagðri, ég á þær allar og mörg verkefni inn á disk, í stað þess að þetta sé á bréfsneplum einhverstaðar krumpað og vöðlað á botninum í töskunni minni.
©Lára Stefánsdóttir, febrúar 2002