Einbeiting
(Svör nemenda)

Ég held að flestir hins vegar viti að tölvur ERU framtíðin og því fyrr sem maður byrjar að nota þær sem vinnutæki því betra.  Sumir kennarar pirrast reyndar, sem er skiljanlegt, þegar tölvan fangar athygli nemenda þegar nemendur eiga að vera að fylgjast með.  En það er held ég vegna þess að þetta er nýtt fyrir nemendum og það tekur tíma að venjast.

Ég er VISS um að fartölvunemendur freistast mun frekar til að fylgjast ekki með sem skyldi og fara að sörfa netið eða hanga í tölvuleikjum eða köplum. Allt er þetta spurning um sjálfsaga, og ef fólk hefur hann eru fartölvubekkir ekkert nema snilld. Má nefna að ég skrifa persónulega ekki mjög fallega þegar ég brúka “gamaldags” verkfæri eins og penna eða blýant, og svo vélrita ég mun hraðar en ég skrifa með handskrift svo að fartölva í mínu tilviki er algjört möst ef ég á að geta gert eitthvað með mín verkefni/glósur síðar meir.Til baka

Fínt að það er hægt að hafa tölvurnar í kennslustundum. Ef maður er t.d. búinn með það sem á að læra þá er hægt að fara í leiki....

Já. Kennararnir segja margir að við fylgjumst ekki með í tímum, þó að við gerum það (oftast), og svo ef við fáum lágt í prófum þá kenna þeir tölvunum bara um!

Það getur verið gott að hafa einhverja smá afþreyingu með fyrir tilbreytingu en maður verður bara að gæta þess að gleyma sér ekki við eitthvað annað í stað þess að fylgjast með.

Það er auðveldara að gleyma sér í einhverju öðru þegar maður hefur tölvuna fyrir framan sig. Ég hef þó komist upp á lagið með að geta lært þrátt fyrir allt annað sem maður gæti gert í tölvunni og virkar kannski skemmtilegra

Það hefur farið of mikill tími í að vera að læra á þetta og vera ekki viss um hvernig þetta virkar allt saman tímarnir fara of mikið í kjaftæði sem mér finnst vera meira kennurum að kenna heldur en okkur þeir eru alltaf að skipta sér af einhverju sem þeim kemur ekki við og er að hafa sífeldar áhyggjur af því að við séum ekki að læra og eru þá bara að tuða við okkur. Það eru einhverjir sem geta ekki slitið sig frá leikjum en þegar kennarar eru að skamma okkur fyrir það aftur og aftur eyðileggur það fyrir okkur hinum. Og fara svo að tuða um að við séum á eftir eða eitthvað

Ég hélt bara yfirhöfuð að kennslan yrði meira frábrugðin hinum bekkjunum. Þetta yrði fullt af nýjum og skemmtilegum tilraunaverkefnum í öllum fögum og það yrði sérstök upplifun að vera í fartölvubekk. Nú finnst mér sem þetta sé eins og allir hinir bekkirnir, nema hér glósa allir í tölvurnar, spjalla á MSN í stað þess að hreyfa varir og láta raddbönd titra, og spila Elasto Mania í stað þess að horfa út í loftið þegar þeir nenna ekki að læra.

Mannlegi þáttur skólalífsins er að sumu leyti hreinlega glataður. Minni samskipti við bekkjarfélaga og allir inní sínum eigin “desktop” Maður nær minni einbeitingu þar sem tölvan gleypir soldið athyglina.

... og svo virðist sem að í bekknum mínum sé soldið ríkjandi mórall að nota frímínútur til internetnotkunar og leikjaspilunar, og verður þannig samband við aðra nemendur en bekkjarfélaga stirt.  Mín fílósófía er að blanda geði í frímínútum, og spila og vera á netinu í tímum.  Kennarar eru örugglega soldið önugir eða pirraðir útí okkur þar sem þeir vita ekkert hvort við erum að hlusta á þá eða leika okkur, við horfum allavega ekki á þá.  Þeir gætu allt eins verið að kenna inn á klósetti fyrir spegilmynd sína, sem allavega horfir á og heldur augnsambandi.   

©Lára Stefánsdóttir, febrúar 2002