Viðhorf
(Svör nemenda)

Sumir kennarar eru frekar á móti tölvunum og tala niður til okkar og nota netið og póstinn mjög lítið og nýta sér það ekki. Svo eru MJÖG margir krakkar með mikla fordóma á móti [bekknum] vegna þess að við erum “tölvunörd”.

mér finnst mjög sniðugt að skólinn skyldi notfæra sér nýjustu tækni og hafa fartölvubekki.

Sumir kalla fartölvubekk nördabekk, bæði kennarar og nemendur en mér er alveg sama... Mér finnst þetta betra og mitt nám kemur engum öðrum við.

Ég held að fartölvubekkurinn hafi nú ekki verið úrslitaatriði í sambandi við val á skóla, en vitanlega enn ein rósin í hnappagat Menntaskólans á Akureyri.

Mér persónulega finnst bera á því að einn og einn kennari sé persónulega á móti tölvum.

Misjafnt, Sérstaklega má nefna að einn kennara sem [...] er allra verstur, heldur að við séum hálf furðuleg !! Maður heyrir líka orðið tölvunörd koma ansi oft fyrir hjáTil baka öðrum nemendum og “þetta er tölvunördabekkurinn” og eitthvað þannig en það breytir engu, allavega er mér alveg nákvæmlega sama.

Þessi bekkur er kannski með stimpil á sér sem nördabekkur hjá samnemendum sínum en það er ekkert alvarlegt. Það eru sumir illa upplýstir kennarar svo sem [...] sem líta á okkur eitthvað öðruvísi en aðra nemendur. [...] hallast að því að hérna séu eingöngu hreinræktaðir nördar sem lifa fyrir tölvurnar sínar.

Ójá, vissir kennarar t.d. [...] er alltaf að tala um hvað við séum skrítin og furðuleg og sumir kennarar ætlast til þess að allir nemendurnir kunni á öll forrit t.d. Excel enn það kunna það bara ekki allir. Sumir nemendur kalla þennan bekk líka “nördabekkinn” en ég held að það sé enginn það vitlaus að taka því eitthvað alverlega !! ég geri það að minnsta kosti ekki !!

kennarar hafa bara held ég sama viðhorf og líka nemendur þó að margir kalla þennan bekk nördabekk, en sumir segja það nú bara af því að þeir eru ekki sjálfir í fartölvubekk eða langar að eignast fartölvu. 

Aðrir nemendur virðast halda að við séum almennt miklir "tölvunerðir" (Computer Geeks). Kennarar jafnvel líka, ekki reyndar að ég viti eitthvað um viðhorf þeirra til annarra bekkja.

Mér finnst flestir mjög jákvæðir á þetta verkefni, þó kemur það fyrir að þeir sem ekki eru í fartölvubekk líta á mann sem nörd, en það tel ég bara vera vegna þess að þeir vita ekki hvernig það er að vera í fartölvubekk og vinna alltaf á tölvur. Ég held að flestir hins vegar viti að tölvur ERU framtíðin og því fyrr sem maður byrjar að nota þær sem vinnutæki því betra.  Sumir kennarar pirrast reyndar, sem er skiljanlegt, þegar tölvan fangar athygli nemenda þegar nemendur eiga að vera að fylgjast með.  En það er held ég vegna þess að þetta er nýtt fyrir nemendum og það tekur tíma að venjast.

©Lára Stefánsdóttir, febrúar 2002