Markmið
náms í gagnasafnsfræði
Nemandi
- greini þörf fyrir
gagnasafn og hvaða upplýsingar eigi að koma þar fram
- hanni gagnasafn með
einindavenslalíkönum þar sem vensl og eigindi koma fram
- skipuleggi og setji upp
gagnasöfn; það felur í sér
* lyklun breytna (einkvæma og margkvæma)
* tögun breytna (mismunandi tölugildi og textagildi)
* önnur eigindi breytna sem viðkomandi gagnasafnsforrit býður upp á
- velji gögn úr gagnasöfnum með fyrirspurnarmáli (SQL) sem m.a. felur
í sér að geta beitt rökaðgerðum, s.s. AND, OR, NOT, XOR
- kynnist öryggi gagnasafna, t.d. dulkóðun gagnagrunna, þjöppun og
afþjöppun gagna.
- kynnist dæmum um tölvuglæpi er tengjast gagnasöfnum, t.d. innbrotum,
fölskum gögnum og afleiðingum
- tileinki sér ábyrgt og siðrænt viðhorf til tölvuglæpa
- lesi sér til gagns lög um tölvumál og starfsemi tölvunefndar
- viti hvaða reglur eru í gildi um skráningu persónuupplýsinga
- geti metið hvernig best er að skipuleggja og vinna með gagnasöfn
- geti prófað gagnasafn með skipulegum hætti
Efnisatriði/Kjarnahugtök
Einindavensl, fyrirspurnarmál, skipulagning
gagnataflna, gagnagrunnar, aðgagnsöryggi, afritanir gagnasafna, lög um
gagnasöfn, þarfagreining, hönnun gagnasafns, gagnasafnsgerð, hönnun
notendaviðmóts, gæðamat.
Einindi, eigindi, rökaðgerðir, tög, mismunandi stig
skipulagningar gagnataflna, aðgangsorð, dulritun, ráðning, afritanir, vensl
gagnasafna, einkvæmir lyklar og margkvæmir, tögun, staðlað notendaviðmót,
prófunaraðferðir.