Frænka mín benti mér á þessa grein í PC World og ég fékk dálítið sjokk. Þar sem ég byrjaði í tölvubransanum um 1980 þá hefur margt breyst. Það er hinsvegar skrýtið að sjá gömlu tækin sín við hliðina á því sem nú þekkist. Svo fannst manni munurinn á sláttuvél miðað við orf og ljá mikill? Hvað ætli nútímatölvan sé miklu afkasta meiri en sú fyrir 20 árum miðað við það?
Var bent á skemmtilega grein þar sem nemendur voru látnir prófa nýja fartölvu. Verkefnið heitir One Laptop Per Child (OLPC) þar sem markmiðið er að útbúa sérstaka tölvu fyrir börn. Aðal hvatamaðurinn er Nicholas Negroponte sem horfir m.a. til skrifa Seymour Papert sem hafði mikla trú á því hvernig mætti nota tölvur í námi og kennslu. Ég hef haft mikla trú á þeim hugmyndum og vonaðist til að þær myndu ná árangri. Því miður hefur okkur ekki borið gæfa til að ná almennri tölvunotkun inn í nám og kennslu, þær eru enn yfirleitt í sérstökum þróunarverkefnum eða fylgja frumkvöðlum eða öðru sem mætti skilgreina sem sér. Sumir hafa náð feykigóðum árangri en ekki er hægt að segja að menntakerfið í heild sinni hafi náð þeim árangri að tölvur séu markvisst verkfæri í námi nemenda. Reyndar hefur verið býsna strembið fyrir sveitarfélög að ná því markmiði að kennarar hafi fartölvu hvað þá að vinna markvisst að notkun þeirra í skólanum. Helst hafa menn haft áhuga á að kennarar fái betri verkfæri til skriffinsku af ýmsum toga s.s. mætinga, samskipta við foreldra eða öðru því sem tengist utanumhaldi um nám. Ef til vill verður þetta verkefni til þess að þetta breytist.
Í morgun var ég mætt út á flugvöll um sjöleytið því vinnudagurinn var fyrir sunnan. Loftleiðir, MH, Þekking og síðast sýningin Handverk og hönnun. Fyrst fór ég á ráðstefnu á Hótel Loftleiðum sem byrjaði nánast á sömu mínútunni og ég gekk í salinn. "Takk fyrir Reykjavíkurflugvöll" hugsaði ég í þúsundasta sinn. Án hans hefði ég ekki getað sofið heima í nótt. Ráðstefnan sem var um MindManager og JCVGantt var frábær og eiga Verkefnalausnir heiður skilinn fyrir hana. Ég er búin að sjá marga fleiri möguleika til að nota þessi tól og nú síðast datt mér í hug að það væri frábært í pólitík, þarf að prófa það;-)
Ég finn ekki orðið "podcasting" á íslensku. Getur einhver hjálpað mér með það? Podcasting er samkvæmt Wikipedia hugtak yfir það að nýta mismunandi tækni til að dreifa hljóði eða hreyfimynd á Internetinu. Það er ólíkt öðrum dreifimáta gagna af þessari gerð þar sem gögnin fara sjálfkrafa á tölvu notandans. Podcasting gerir sjálfstæðum framleiðendum möguleikann á að birta efni, útvarpa hljóði eða mynd á nýjan hátt. Áskrifendur gera safnað ýmsum þáttum til að hlusta eða horfa á þegar það hentar. Podcasting er ólíkt hefðbundnu hljóð- eða sjónvarpi (sem bera samheitið útvarp) sem varpa út einungis frá einni uppsprettu hverju sinni (T.d. Rás 2 eða Stöð 2) og á ákveðnum tíma skilgreindum af þeim sem sendir út. "Straumur" (streaming) gagna frá Netinu rýfur tímamúrinn en er þó enn afmarkað frá einni uppsprettu. S.k. "Aggregating" forrit sem safna gögnum frá ýmsum stöðum er einmitt stór þáttur í vinsældum þeirra sem hlusta á "podcasting". Uppspretta nafnsins iPod er einmitt sama pod og í podcasting.
Í annað skipti á tiltölulega stuttum tíma verða mál tengd Netinu hitamál í samfélaginu. Fyrir stuttu var það tölvupóstur en nú lögsókn vegna skrifa á vefsíðu sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar á. Þar sem ég hef komið að nokkrum málum tengd vefskrifum þá er þetta mál áhugavert. Maður búsettur á Íslandi er dæmdur á Bretlandseyjum fyrir skrif á síðu sem er á Íslandi en merkilegt nokk ekki skrifuð á íslensku fyrir Íslendinga heldur á ensku fyrir útlendinga. Þar með er markmiðið greinilega lesendur sem lesa enska tungu og geta ekki stautað sig fram úr ástkæra ylhýra móðurmálinu. Hver er lögsagan yfir slíkum skrifum og hver er réttur manna til að verjast ummælum sem þeir sætta sig ekki við og hver er réttur þess sem skrifar?
Í dag er fjallað um eign mína á léninu utn.is í Fréttablaðinu og í framhaldi af því hringdi starfsmaður utanríkisráðuneytisins í mig í gær og gekk frá samningi um að fá lénið til sín. Ég verð að segja að þó stundum hafi verið dálítið kómískt sem upp kom í tengslum við þetta lén þá er oftar sem ég hef haft alvarlegar áhyggjur af þessari öryggisglufu í íslensku utanríkisþjónustunni. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki treyst sjálfri mér og greinilega utanríkisráðuneytið líka sem hefur verið tiltölulega yfir þessu í meira en fjögur ár. Nauðsynlegt er að einhverjar reglur gildi um sölu og eignarhald á lénum þannig að mál sem þetta komi ekki upp án þess að hægt sé að bregðast við. Ég hefði getað neitað að láta ráðuneytið hafa lénið, ég hefði oft getað misbeitt upplýsingum sem mér bárust og hægt hefði verið að veikja þann trúnað sem þarf að ríkja í kringum utanríkisþjónustu Íslending. Þrátt fyrir að reyna að muna að lesa ekki þessi bréf þá er erfitt þegar mér berast yfirleitt um hundrað bréf daglega að byrja ekki að skanna næsta bréf áður en því var hætt, senda bréfið áfram til utanríkisráðuneytisins og eyða hjá mér. Mér finnst reyndar að ráðuneytið eigi að minnsta kosti að senda mér blóm fyrir alla þjónustuna undanfarin ár og trúnað í starfi;-)
Síðan er verulega óþægilegt að vera varaþingmaður stjórnarandstöðunnar og upplifa að ekki sé hægt að beita sér í ákveðnum málum þar sem trúnaðarbréf um viðkomandi mál hafa borist mér óviljandi. Þar með vita menn að ég hef eða gæti haft vitneskju um mál sem ég á ekki að hafa. Því er mikill léttir að þessu fari að linna.
Eftir að hafa notað Skype um nokkurt skeið hef ég komist að þeirri niðurstöðu að sími í þeirri mynd sem við þekkjum hann núna sé á undanhaldi. Enda kostar notkun á Skype hreint ekki neitt. Ég hef verið á símafundi með fólki í Puerto Rico og Noregi á sama tíma. Á meðan ég var í Jórdaníu gat ég notað Skype til að tala við fólk hér og þar í heiminum fyrir ekki neitt og nú hef ég verið að ræða til Amman í Jórdaníu héðan á gæðum sem taka fram venjulegu símtali. Síminn í þeirri mynd sem hann er núna er því á hröðu undanhaldi og von bráðar tel ég að hann hverfi í þeirri mynd sem hann er. Þróun er einnig gríðarleg eins og kemur fram í viðtali við Niklas Zennström frá Skype í InfoWorld.
Mynd af kennurum sem voru á Kidlink námskeiði í dag. Epi Sepulveda frá Puerto Rico var aðalkennari en ég henni til aðstoðar. Epi er lista kennari og hefur mikla reynslu af að kenna kennurum og aðstoða götubörn í La Paz í Bólivíu. Hér má sjá mynd af Epi frá úlfaldareiðinni í gær. Odd de Presno stjórnandi Kidlink á öðrum úlfalda á bakvið.
Her er fleira dot:
Media Education WalesTaeki til kvikmyndatoku og blondunar fyrir nemendur og skola. Mjog snidugt hvad gert er i thvi.
TextMine Sendir SMS i sima foreldra thegar nemendur maeta ekki i skolann, minna menn a o.fl. Ekki osvipad thvi og vid vorum ad skoda lausnir a i samstarfi vid Hex
Nog er ad sja a BETT af doti fyrir upplysingataekni i skolum (fyrirgefid engin islenska). Mest er um graejur og dot en lika af vefumhverfi sem ymislegt skemmtilegt er ad finna. Her er nokkud af thvi sem eg er buin ad sja.
Þá er maður kominn á fætur fyrir allar aldir til að fara í útlandið. Nú er ferðinni heitið á BETT ráðstefnuna í London. Þessa ráðstefnu hafa Íslendingar verið duglegir að sækja en þetta er í fyrsta skipti sem ég fer. Vonandi verður þar eitthvað skemmtilegt að læra og ég geti skrifað um það hér. Síðan er spurning hvort það sé ekki hægt að gera eitthvað meira skemmtilegt í London;-)
Ég hef lengi haft Skype forritið inn á vélinni hjá mér en aldrei notað það fyrr en í dag. Í Kidlink fór fólk að tala um forritið og notendanöfnin og ég prófaði. Fyrst við Tryggva og síðan Epi í Puerto Rico og þar á eftir Ora í Jerúsalem. Þetta eru ótrúleg hljóðgæði og bráðmerkilegt að tala við fólk svona hinumegin á hnettinum í afbragðs gæðum! Tja og ef þið viljið bæta mér á Skype símanúmeralistann hjá ykkur þá er notendanafnið mitt þar lastef ;-)
Ég var að lesa greinina "PC's makes kids dumber" sem birtist í "The Register" 7. desember. Þar segir m.a. "Those using computers several times a week performed "sizably and statistically significantly worse" than those who used them less often." Ég veit að þetta er akkúrat fyrir Hörpu sem mun verða glöð við en ég aftur á móti efast um þessar niðurstöður enda eru megindlegar mælingar oft fremur skakkar (já Tryggvi) þar sem niðurstöður eru ekki endilega að mæla það sem menn vilja meina.
Ég hef verið að kenna UTN102 og nemendur mínir eru ekki kátir. Þeir eru ekki ánægðir með verkefnin og finnst vinnan allt of mikil. Ég hinsvegar klóra mér í höfðinu og skil ekki alveg út á hvað málið gengur þar sem vinnuálagskönnun sem lögð er fyrir í hverri viku virðist frekar endurspegla að vinnuálag á nemendur sé of lítið. Breyttir kennsluhættir virðast heldur ekki falla þeim vel í geð og mér skilst helst að þeir vilji fá leiðbeiningar og verkefni af gamla taginu þar sem útlistað er lið fyrir lið hvað þau eiga að gera.
Í dag fór ég yfir svör nemenda í FSN um hvað þau vildu læra. Þar eru mörg spennandi svör þannig að ég fæ að fara í efni eins og tölvuglæpi, tölvuleiki og margt fleira skemmtilegt. Fór í morgun til Bassa í píanótíma og var að reyna að finna út hvernig væri best að útsetja lagið "Þegar drottna dimmar nætur" og var ég mjög sátt við útkomuna. Bassi var síðan svo frábær að hann ætlar að skrifa upp nóturnar fyrir mig. Nóg var að gera í vinnunni og endaði ég daginn á að skoða Illuminate - forrit sem hentar vel fyrir fjarkennarana t.d. í FSN til að vera í sambandi við nemendur sína. Á morgun fer ég að vinna í MH og þar verður gaman.
Ég var skömmuð af nemendum mínum í FSN fyrir að vera ekki nógu dugleg sjálf að setja í vefdagbókina mína þegar ég á sama tíma ætlaðist til að þau væru að setja inn 3-5 færslur í viku. Þetta er auðvitað hárrétt svo nú lofa ég bót og betrun - enda fá nemendur mínir sem gera það líka uppreisn æru. Snjallast væri að æfa sig á s.k. kennarablogg sem nú er mikið í deiglunni víða um heim sem og nemendabloggar og ég hef verið að lesa mikið um undanfarið.
Sumsé - lofa að standa mig betur;-)
Oft á fólk erfitt með að átta sig á hvaða áhrif samtengd gagnasöfn hafa á líf þeirra. Hér er nokkuð skemmtileg útfærsla á einni pizzupöntun þar sem afgreiðslukonan veit meira en hollt er um kaupandann.
Nú ber svo við að Christine Northam frá hjónabandsráðgjafarfyrirtækinu "Relate" í Bretlandi segir vefsíður þar sem fólk getur hitt gamla skólafélaga leiði til skilnaða í auknum mæli og virðist konan nokkuð mædd yfir þessu. Menn hitti gamla ástarfuna á Netinu um leið og hjónabandið er þreytt og sjái gömul ævintýr í rósrauðum bjarma. Á sama tíma kemur í ljós að hjónaskilnaðir hafa ekki verið fleiri frá því að stjórn Tony Blair tók við sem líklega leiddi til "færri" hjónaskilnaða því ekki hefur skilaðatölunni frá 1993 enn verið náð. Svo þar sem Internetið var að vaða inn á almennan markað á þeim tíma mætti með sömu rökum segja að það hafi leitt til fækkunar hjónaskilnaða en það hafi bara dugað í 10 ár.
Í fréttum frá Tæknival sem ég er áskrifandi í dag sá ég ábendingu um rannsókn sem sýnir fram á að notkun nemenda í leikskólanámi örvar vitsmuni þeirra. Grunngreinina má síðan lesa hér á Brudirect.com. Leikjatölvur heima virðast hinsvegar ekki hafa sömu áhrif. Hér staðfestist enn og aftur sú staðreynd að hagnýting upplýsingatækni í námi og kennslu í réttu samhengi við viðfangsefnin er gríðarlega mikilvæg og meðan nemendur hafa ekki jafnan aðgang er mismunun milli nemenda í námi.
Nú hefur færst í aukana að námsefni og námskeið eru lokuð inni í kennsluumhverfi háskólanna t.d. í WebCT. Hjá MIT eru hinsvegar til s.k. opin námskeið þar sem allt sem tilheyrir námskeiðinu frá kennarans hálfu, námsáætlanir, glærur, ítarefni o.fl. liggur á netinu aðgengilegt fyrir alla. Nú eru þarna um 700 námskeið um fjölbreytt efni. Hver sem er má nota efnið, breyta því og nota í sinni kennslu eða við sína vinnu svo fremi sem uppruna sé getið. Þetta held ég að sé mjög til fyrirmyndar.
Í nýafstöðnum kosningum á Indlandi var einungis hægt að kjósa með rafrænum hætti. Hjá þessari þjóð sem telur rúman milljarð manna voru um 660 milljón manns á kjörskrá og kosnir voru 543 þingmenn. Ástæðan fyrir rafrænu kosningunum var sögð til að spara pappír, koma í veg fyrir kosningasvindl og fá niðurstöður hraðar. Það ætti ekki að standa í Íslendingum að gera slíkt hið sama fyrst þetta er hægt á Indlandi.
Mér finnst það í meiralagi undarleg þróun þegar kennarar og skólar eru að leggja áherslu á að berjast gegn notkun nemenda á upplýsingatækni og telja að það stuðli að einhverju sem þeir skilgreina sem "betra". Sverrir Páll Erlendsson kennari við Menntaskólann á Akureyri benti einmitt á þetta í ágætum pistli í vefdagbókinni sinni.
Ég fæ oft góðar ábendingar frá Jóni Erlendssyni um efni sem tengist upplýsingatækni og menntun. Svo var í dag í grein eftir Stephanie Birdsall sem fjallaði um gagnvirk samskipti við nemendur í kennslustund með sérstökum búnaði frá eInstruction og kallast Classroom Performance System.
Þetta tiltölulega nýja orð hefur nú öðlast sess í íslenskri tungu þó margir viti ekki hvað í því felst. Segja má að með dreifnámi sé blandað saman fjarnámi og staðbundnu námi. Dreifskóli er síðan skóli þar sem nemandi getur valið sér nám úr mörgum skólum og stundað í fjarnámi, dreifnámi eða staðbundnu námi allt eftir því sem hentar hverju sinni. Fyrir okkur Íslendinga sem búum nokkuð dreifbýlt ættu þessir möguleikar að vera gríðarlega eftirsóknarverðir enda hafa margar menntastofnanir tekið upp dreifnám og margir skólar orðnir dreifskólar.
Rakst á áhugaverða grein um hlutverk upplýsingatækni í námi eftir Yusuf Sayed. Þarna er verið að velta fyrir sér hvaða hlutverki upplýsingatæknin hefur sem og hvaða þætti þarf að hafa í huga - og ekki reikna með að það séu bara græjurnar. Fín grein.
Fyrir nokkuð löngu var tekið viðtal við mig eða s.k. "portal" fyrir eduKbr sem er í Brasilíu, ég var fyrst að sjá það núna og finnst dálítið skondið að reyna að lesa hvað ég sagði á portúgölsku. Ef einhver annar vill sjá það er það hér.
Við Sólveig hittumst og fórum yfir umsóknir í námsefnisgerðarsjóð fyrir 3F-Félag um upplýsingatækni og menntun. Fjölmargar góðar umsóknir frá góðu fólki og hræðilega erfitt að gera upp á milli þeirra. En Sólveig vildi prófa talblogg í leiðinni. Sent með GSMbloggi Hex
Nú fer að líða að UT2004 ráðtefnunni sem haldin verður í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 5. og 6. mars n.k. Menn eru að gera ráð fyrir að hátt í 2000 manns muni mæta sem er frábært. Við hjá Þekkingu verðum þar með kynningu á okkar þjónustu og það verður þrælgaman.
Undanfarin ár hef ég velt mikið fyrir mér hvernig best er að móta símenntun fyrir kennara þannig að hún nýtist þeim best til að nota tölvur í námi og kennslu. Ég hef þróað aðferð sem ég er afar hrifin af og virðist gefast vel.
Undir ut & menntun má finna margt þetta árið enda mikið að gerast. Ég kláraði meistaraprófið mitt - loksins - um fartölvur í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002. Mikið fór í blogg og aðrar slíkar hugmyndir enda þar óplægður akur. Ég vann áfram fyrir MH, var í verkefni með leikskólanum Klöppum. Ég verð áfram í MH þetta árið en einnig að vinna með Menntaskólanum á Akureyri en þangað er gaman að vera komin aftur.
Í dag og á morgun er haldinn fundur kerfisstjóra í framhaldsskólum á vegum 3F- Félags um upplýsingatækni og menntun. Á fundinum sem haldinn er í húsnæði Opinna kerfa eru yfir 20 kerfisstjórar víða af landinum sem bæði hlusta á fyrirlestra og miðla þekkingu sinni hver til annars.
Í dag er ég að kenna á námskeiði um stafrænu gjána og er m.a. að taka fyrir hvernig Kidlink hefur unnið með götukrökkum og einnig krökkum einangraðra þjóðflokka s.s. í Amazon.
Nemendur í UTN102 í Fjölbrautaskólanum við Ármúla verða fyrstir nemenda að spreyta sig á símblogg í námi með aðstoð Hex. Afar spennandi tilraun.
Skilaboð send með Bloggsíma Hex
Hér er Ida Semey að læra að setja upp síma og myndablogg í MH. Hún ætlar að nota þetta í fjarkennslu í spænsku og nota kennslufræði vinnubóka (portfolio). Spennandi verður að sjá hvernig gengur.
Apple fyrirtækið hefur þróað tölvur sínar iBook þannig að þær eru virkilega góður kostur í námi og skólastarfi. Tryggvi Rúnar Jónsson er með pistil um þetta mál í dag og þá er best að viðurkenna að ég er ein af þessum kerfisstjórum sem VAR á móti því að fá Apple tölvur í hús - en nú eru breyttir tímar;-)