Allar færslur í flokknum Ymislegt. Aftur á aðalsíðu

Vefurinn aftur tekinn í notkun

Eftir tveggja ára hlé ákvað ég að breyta vefnum mínum úr fastri myndasýningu í að vera minnispunktar um ýmis atriði sem mér þykja áhugaverð. Það hefur oft gagnast mér að hafa þessa dagbók þegar minnið brestur. Bæði um gagnlega tengla og fleira.

Sunnudagur 13. mars 2011 kl. 20:11|Ymislegt || Álit (0)

Ótrúlegar náttúruhamfarir

Ég var að lesa í nýjasta hefti Lifandi vísinda um eðjugos á Jövu sem hófst 28. maí 2006, nánar tiltekið í héraðinu Sidoarjo (Nr. 8/2007. Eðjugígur ögrar jarðfræðingum bls. 30-33). Nafnið "eðja" er samnefnari yfir aur og leðju (sem ég reyndar hélt að væri nánast það sama. Aurstreymið er um 170 þús rúmmetrar á dag! Greinin vakti athygli mína svo ég fór að leita á Netinu og fann þessa síðu sem er uppfærð jafnóðum þar sem gosið stendur enn. Í febrúar hafði það náð yfir 360 hektara, náð í allt að 10 metra hæð, 12 milljón lítrar ef eðju hafa gubbast upp úr jörðinni. Ég hafði ekki hugmynd um að eðjugos væru til en skv. greininni er jarðfræðingum kunnugt um u.þ.b. 1100 eðjugíga sem eru í raun setlög af hafsbotni sem verða til þegar einn fleki jarðar þrýstist undir annan. Síðasta tilraun til þess að stoppa gosið var að setja stórar steypukúlur ofan í gíginn og eftir að búið var að henda 100 slíkum kúlum þangað stoppaði gosið í 30 mínútur. Áætlað er að varpa 1500 slíkum kúlum ofan í gíginn.

Áhrifin á íbúana eru geigvænleg, um 11 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín, verksmiðjur hafa hætt starfsemi og vegna tilrauna til að veita eðjunni í hafið ógnar nún rækjuveiðum heimamanna en í Sidoarjo var næststærsta framleiðsla á rækju í landinu.

Náttúran getur svo sannarlega verið erfið í sambúð á sumum stöðum.

Laugardagur 9. júní 2007 kl. 08:37|Ymislegt || Álit (0)

Bilun í kerfi

Mér var bent á að ekki hefði verið hægt að skrifa inn á vefsíðuna mína og þegar betur var gáð hafði einhvert spam óbermið komið því svo fyrir að þegar það var bannað þá skemmdi það athugasemdasvæðið. Nú er þetta hinsvegar allt komið í fínasta lag og menn geta farið að skrifa aftur inn;-)

Miðvikudagur 23. ágúst 2006 kl. 13:49|Ymislegt || Álit (3)

Kjöt og meira kjöt

wSkurdur4675.JPG
Í dag fór ég með félögum mínum í stjórn KEA að skoða kjötvinnslu Norðlenska bæði hér á Akureyri sem og á Húsavík. Á myndinni má sjá Bjarna Hafþór nýjan framkvæmdastjóra Hildings og Upphafs-Nýsköpunar að læra að skera kjöt.

Þar sem ég er mikill áhugamaður um hagnýtingu upplýsingatækni og þróun tækniiðnaðar á Íslandi var ferðin afar spennandi. Það er ótrúlegt hversu þróuð tæknin er og að hægt sé að fylgja grip eftir frá slátrun í umbúðir. Gaman væri að geta valið sér lambalundir frá ákveðnum bæ eða sveit en merkingar eiga örugglega eftir að þróast verulega.
Lesa meira Lesa meira um "Kjöt og meira kjöt" »

Mánudagur 30. janúar 2006 kl. 22:37|Ymislegt || Álit (0)

Rotaryfundur

Ég ætla að halda erindi á Rotaryfundi í dag í klúbbnum mínum þ.e. Rotaryklúbbi Akureyrar. Þar sem það urðu forföll mun ég fyrst fara með ljóð og síðan stutt erindi. Ég hef valið ljóð úr ljóðabókinni Norðaustan ljóðátt sem Ólafsfirðingar gáfu út en þar eru mjög falleg ljóð eftir hann Gísla minn sem fjalla um þegar hann var ungur drengur í Ólafsfirði. Þar lék hann sér mikið með Ægi Ólafssyni og eru ljóðin um þá félaga saman. Síðan ætla ég að tala um ferðina til Bretlands og kannski spila eitt af nýju lögunum mínum. Til að auðvelda mér vinnuna ætla ég að setja hér inn tengla á þær stofnanir sem ég ætla að tala um;-)
Lesa meira Lesa meira um "Rotaryfundur" »

Föstudagur 2. desember 2005 kl. 10:31|Ymislegt || Álit (2)

Sjónvarp augnabliksins

thumb_current_black.jpg Ég varð mjög hrifin þegar ég fór að skoða nýja tegund af sjónvarpi í Bandaríkjunum sem kallast Current TV sem mætti útleggja sem sjónvarp augnabliksins. Helsti munurinn er sá að nú er ekki einstefna frétta til áhorfandans heldur bæði ákvarðar fólk sjónvarpsefnið sem og skapa það. Niðurstöður helstu leita á Google eru aðalmálin á Current TV s.k. Google Current, og síðan eru þættir sem áhorfendur búa til og senda inn. Öll atriði eru stutt og hægt að sjá á skjánum hvað er eftir þegar byrjað er að horfa. Sjónvarpið er ekki pólitískt þrátt fyrir að Al Gore sé stjórnarformaður.

Þetta er flottasta hugmynd af sjónvarpi sem ég hef séð og hef fengið haug af hugmyndum sem tengjast því. Nú þurfum við bara svona sjónvarp á Íslandi, þetta er nútíminn.

Föstudagur 5. ágúst 2005 kl. 10:45|Pólitík / Ymislegt || Álit (0)

Ekki fékk KEA Símann

Ekki buðum við KEA menn nógu mikinn pening í Símann þannig að ekki verðum við eigendur að honum. Að sumu leyti er það allt í lagi þar sem staða fjarskiptafyrirtækja er nokkuð óljós núna og mikilvægt fyrir þau að finna sér ný viðfangsefni til að tryggja rekstrarstöðu sína. Ég minnist þess þegar ég vann fyrir Telia í Svíþjóð sem ráðgjafi um notkun Internetsins í skólastarfi að ég var boðuð í sjónvarpsviðtal til Genf mig minnir í lok árs 1995 en þar var stór samskiptatæknisýning. Þar hitti ég forsvarsmenn Pósts og Síma þáverandi sem voru í íslenskum bás með myndir bæði af Gullfoss og Geysi og jú Cancat 3. Ég stakk upp á því við þá koníaksdrekkandi að ég ynni með þeim fremur en Telia. Svarið var einfalt "Þetta Internet verður aldrei neitt góða mín" og svo hlógu þeir af þessum kerlingarkjána og snéru í hana baki. Ég roðnaði og gekk skömmustuleg aftur í bás Telia þar sem menn vildu hvað sem er til vinna að fá ráðleggingar og leiðbeiningar. Sem betur fer er af sem áður var og vonandi gengur nýjum eigendum Símans allt í haginn. Svo er bara að vona að stjórnmálamennirnir nýti fjármagnið skynsamlega.

Fimmtudagur 28. júlí 2005 kl. 18:01|Ymislegt || Álit (2)

Kúl jógúrtauglýsing

Var í heimsókn á Geimstofunni í dag og kíkti m.a. á auglýsingar sem þeir hafa verið að gera og varð hrifin af auglýsingunum þeirra á Húsavíkurjógúrt - sérstaklega þessari. Ferlega gaman af þeim, þeir kunna sitt fag strákarnir;-)

Miðvikudagur 15. júní 2005 kl. 17:14|Ymislegt || Álit (0)

Hermann Sigtryggsson


Rótarýfélagar að Botni, Hermann tók myndir svo ég tók eina af honum;-)
Sent með GSMbloggi Hex

Föstudagur 10. júní 2005 kl. 20:25|Ymislegt || Álit (0)

Rotaryklúbbur Akureyrar


Rótary félagar í skógræktinni í Botni.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

Föstudagur 10. júní 2005 kl. 20:03|Ymislegt || Álit (0)

lára.is

Nú á ég loksins lára.is eftir að verð á lénum með íslensku stafsetningunni urðu viðráðanleg. Verðlagningin var fáránleg en nú er hægt að kaupa lénin og fá 90% afslátt bæði af kaupum á léni og árgjaldi eigi maður lénið án séríslensku stafanna. Þetta er til mikils sóma og um að gera að hrósa ISNIC fyrir að breyta frá fyrri hugmyndum. Þetta er einmitt eitt þeirra mála sem ég beitti mér fyrir á Alþingi í apríl þegar ég brá mér þangað í afleysingar.

Föstudagur 3. júní 2005 kl. 16:38|Ymislegt || Álit (1)

Lífsins litir


#
Skilaboð sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

Mánudagur 23. maí 2005 kl. 21:52|Ymislegt || Álit (0)

Rotaryklúbbur Eyjafjarðar


#
Skilaboð sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

Þriðjudagur 26. apríl 2005 kl. 19:04|Ymislegt || Álit (2)

Rotaryklúbbur Eyjafjarðar


Á fundi hjá Rotaryklúbbi Eyjafjarðar.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

Þriðjudagur 26. apríl 2005 kl. 18:58|Ymislegt || Álit (0)

Det stor Husmorstigespillet

Anne-Tove Vestfossen grafískur listamaður í Noregi gerði skemmtilegt listaverk sem er svipað og "snake & ladders" um störf húsmóðurinnar. Myndin var keypt af Norsk kulturråd árið 1984 og ég hef plakat bæði heima og heiman. Ég hef fáein plaköt til sölu á 1000 krónur ef einhver vill. Sendið mér bara póst. Ef þið eruð sunnan heiða þá er ég með þau með mér - nokkur þeirra árituð. Þau eru bæði til í svarthvítu sem og lit (bleikum).

Miðvikudagur 19. janúar 2005 kl. 16:30|Kidlink / Ymislegt || Álit (5)

Hörkutól í umræðum

Valdís Björk hefur hafið umræðu um trúleysi og efahyggju á vefsíðunni sinni. Það er stórkostlegt þegar fólk þorir út í umræðu um viðkvæmasta umræðuefni veraldar á netinu. Styrkur orðræðu felst síðast en ekki síst í því að tala um það sem snertir hugann, sem hreyfir við tilfinningum fólks og borast í skoðanahólfið þar sem skoðanir án yfirlestrar eiga heima. Valdísi er ekki fisjað saman;-)

Fimmtudagur 25. nóvember 2004 kl. 13:09|Ymislegt || Álit (4)

KEA dagur

Í gær var talsverður KEA dagur hjá mér, stjórnin (ég er varamaður þar eins og víða;-) var að vinna að stefnumótun og stýrði stjórnarformaðurinn Benedikt Sigurðarson þeirri vinnu af sinni alkunnu röggsemi. Stjórnarmenn voru afar samstíga í væntingum sínum og hugmyndum sem kom mér skemmtilega á óvart því bakgrunnur okkar er mjög breiður. Eftir vinnufundinn fórum við í Samherja þar sem Þorsteinn Már forstjóri tók á móti okkur og kynnti starfsemina. Mjög áhugavert og mikilvægt fyrir okkur KEA menn að þekkja vel til þar sem við höfum jú fjárfest talsvert í fyrirtækinu. Á eftir þáðum við boð Þorsteins Más um að gæða okkur á frábærri framleiðsluvöru fyrirtækisins sem var gríðarlegt góðgæti - fiskur er sko ekki bara fiskur;-)

Miðvikudagur 24. nóvember 2004 kl. 09:22|Ymislegt || Álit (0)

Að hefja lækkun

Í hvert skipti sem ég fer í flugvél fer ég í gegnum ferlið að hefja lækkun þegar til stendur að lækka flug flugvélarinnar sem ég er í. Mér þykir þetta harla undarleg málvenja. Er ekki í góðu lagi að segja í staðin nú munum við lækka flugið. Munum við þá í framtíðinni hefja akstur í stað þess að aka af stað, við hefjum ferðir en ekki lækkun.

Föstudagur 22. október 2004 kl. 15:41|Ymislegt || Álit (0)

KEA

Ég sótti aðalfund KEA í gærkvöldi og var mjög ánægð með stefnu samvinnufélagsins um að beina kröftum sínum til byggðafestuverkefna á svæðinu frá Siglufirði til Húsavíkur og um Mývatnssveit. Samvinnufélag er einmitt rétta formið til að sameina krafta heimamanna óháð viðfangsefnum eða stjórnmálaviðhorfum til að efla atvinnu og menningarlíf á svæðinu.
Lesa meira Lesa meira um "KEA" »

Fimmtudagur 29. apríl 2004 kl. 09:36|Ymislegt || Álit (0)

Aðalfundur KEA


Aðalfundur KEA, mikill fjöldi mætti.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

Miðvikudagur 28. apríl 2004 kl. 22:49|Ymislegt || Álit (0)

Aðalfundur Akureyrardeildar KEA

Frábær aðalfundur Akureyrardeildar KEA var haldinn í Ketilhúsinu í gær. Fundurinn var fræðandi, skemmtilegur og umræður harla góðar. Það er ánægjulegt hvernig eignir félagsins hafa dafnað í höndum Kaldbaks og að þetta gamalgróna félag standi nú virkilega vel.
Lesa meira Lesa meira um "Aðalfundur Akureyrardeildar KEA" »

Þriðjudagur 30. mars 2004 kl. 11:37|Ymislegt || Álit (2)

The Passion of Christ

Ég fór að sjá myndina The Passion of Christ í gær, efnið vel þekkt saga sem flestir Íslendingar kunna frá blautu barnsbeini. Myndin var síðan nokkurnvegin nákvæmlega sú saga færð í það form sem miðillinn kvikmynd býður uppá. Tónlistin var virkilega vel unnin til að grípa þann anda sem tilheyrir, litirnir myrkir og pössuðu við myrka mynd. Ég var sérstaklega hrifin af því að myndin var ekki á ensku og það sýnir að mynd getur náð gríðarlega langt með öflugri sögu á öðrum tungumálum.
Lesa meira Lesa meira um "The Passion of Christ" »

Fimmtudagur 18. mars 2004 kl. 09:35|Ymislegt || Álit (0)

Prestur á 48 tímum

Allt er hægt, í haugnum af ruslpóstinum mínum rakst ég á auglýsingu um hvernig hægt væri að verða prestur á 48 tímum. Það er nú eitthvað annað en fimm ára nám. Hér pantar maður efnið "Minister in a box" og bent á að nú getur maður hætt að láta ókunnugt fólk gifta sig og jarða heldur getur gert þetta sjálfur. Skyldi þetta heita "einkavæðing" einkalífsins?

Þriðjudagur 2. mars 2004 kl. 14:01|Ymislegt || Álit (0)

Myndlist - Ólafur Sveinsson

Var að skoða vef Ólafs Sveinssonar og varð sérstaklega hrifin af myndunum hans annars vegar um leikföng og hinsvegar frá Hjalteyri. Glæsileg verk sem ég hvet alla til að skoða.

Mánudagur 10. nóvember 2003 kl. 10:33|Ymislegt || Álit (0)

Færsla dagsins í dag nr 1

Þetta er það fyrsta sem maður þarf að segja.

Miðvikudagur 18. júní 2003 kl. 22:39|Ymislegt || Álit (0)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.