« Af tölvum verða börnin heimsk | Aðalsíða | "Salan gengur hægt" »

Föstudagur 10. desember 2004

Alveg að koma!

Þá fer að nálgast endinn á stúdíóvinnunni við lögin okkar. Johnny King er alger galdramaður við að ná fram skemmtilegri útsetningu á lögin okkar Gísla. Núna eru komin 12 lög en við ákváðum í gær að klára 15 lög og loka þá disknum. Ég er hæstánægð með það. Einnig hefur verðið verið ákveðið á disknum sem ég ákvað í gær að kalla "Atvik" var lengi með vinnuheitið "Hugsanir" en breytti því. Við gefum svo diskinn þeim sem okkur langar, verðið er einfalt, bara láta mig vita að þig langi virkilega í hann;-) Getið skrifað það inn hér svo ég muni það EN upplagið verður verulega takmarkað. Í gær tókum við upp sérstakt lag fyrir Þekkingu sem heitir "Hamingjusami hesturinn" - reynið að koma því í texta, dálítill hausverkur;-)

kl. |Tilveran

Álit (12)

Auðvitað færðu diskinn Birgitta mín, vinsældirnar eru ekki miklar sýnist mér, þú ert sú eina sem ert búin að segja að þú viljir hann, eins gott að maður gerði sér ekki upp drauma um heimsfrægð og frama;-)

Kær kveðja
Lára

Föstudagur 10. desember 2004 kl. 16:04

Frábært hjá ykkur að gera disk með eigin efni! Ég myndi nú gjarnan vilja diskinn líka:-)

Laugardagur 11. desember 2004 kl. 08:57

Eygló:

Og þá líka ég!!!!

Laugardagur 11. desember 2004 kl. 19:29

Nú nú eitthvað er þetta að glæðast hjá mér, ég ætti kannski að brenna 10 diska með þessu áframhaldi;-)

Laugardagur 11. desember 2004 kl. 20:07

Ég geri fastlega ráð fyrir að það sé einn diskur á mann í Pjúsarafélaginu ;)

Mánudagur 13. desember 2004 kl. 16:13

Ah já þess var krafist á síðasta aðalfundi, þetta fer að sprengja 10 diska múrinn;-)

Mánudagur 13. desember 2004 kl. 16:14

Magga P:

Þetta er alveg frábært hjá ykkur,mig langar mikið í diskinn ykkar

Þriðjudagur 14. desember 2004 kl. 12:09

Alda:

Jæja, heillin þú leynir á þér. Auðvitað vil ég eignast diskinn sem þú ert að vinna að. Ber virðingu fyrir svona einkaframtaki og að láta draumana rætast. Spái engu um heimsfrægð en þetta verður örugglega hin besta skemmtun. Langar að feta í fótspor ykkar með eigið efni. Hvur veit!!!
Bíð spennt.

Kveðja Alda.

Miðvikudagur 15. desember 2004 kl. 12:11

Ég hélt ég væri sjálfvirkt á þessum lista, en var að komast að því að málið er ekki svona einfalt. Því er það að ég legg fram hógværa ósk um að fá eitt eintak af nýja diskinum þínum Lára.

Miðvikudagur 15. desember 2004 kl. 18:20

Nei nei ekki svo einfalt, menn verða að lýsa því yfir að þá langi í hann;-)

Miðvikudagur 15. desember 2004 kl. 18:26

Heiða:

Kæra Lára.
Ég myndi gjarnan vilja eintaka af diskinum þínum. Þetta er skemmtilegt framtak hjá þér. Áfram Lára.

Mánudagur 20. desember 2004 kl. 13:31

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.